Um BYD

Um BYD

BYD er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í því að skapa tækninýjungar til framfara fyrir heiminn. BYD lætur til sín taka í fjórum greinum, þar á meðal bílaframleiðslu, rafeindatækni, nýjum orkulausnum og járnbrautarhönnun og framleiðslu. Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1995 hefur BYD byggt upp trausta sérfræðiþekkingu á endurhlaðanlegum rafhlöðum og er nú fyrirtæki sem er í fararbroddi fyrir sjálfbærri þróun. Fyrirtækið flytur út endurnýjanlegar orkulausnir sínar á heimsvísu til yfir 70 landa.  BYD leggur áherslu á að bjóða orkulausnir með núlllosun.  Frá því að fyrsti rafknúni hugmyndabíll BYD var kynntur árið 2004 hefur fyrirtækið orðið einn af fyrstu framleiðendum heims til að framleiða eina milljón rafknúna fólksbíla.  

BYD EVRÓPA

BYD opnaði skrifstofu í Evrópu árið 1998.  Á yfir 20 árum hefur BYD þróast frá því að vera tiltölulega óþekkt vörumerki í Evrópu í að verða leiðandi fyrirtæki á sviði nýorku.  Megináhersla BYD er að uppfylla þarfir evrópskra viðskiptavina fyrir útblásturslausa bíla, endurhlaðanlegar rafhlöður, sólarrafhlöður, orkugeymslukerfi, endurnýjun járnbrautarkerfa og aðrar grænar orkulausnir, auk eftirmarkaðsþjónustu sem tengist þessum sviðum.  Nú þegar eru rafknúnir strætisvagnar frá BYD í yfir 20 löndum og 100 stórborgum í Evrópu. Þetta gerir BYD kleift að stíga stórt skref í átt að markmiðinu um almenningssamgöngur án útblásturs. 

UM RSA

RSA er norður-evrópskur bílainnflytjandi og opinber dreifingaraðili BYD í Noreg. RSA er einkarekið fyrirtækið og nær saga þess aftur til ársins 1936 þegar það byggði upp sterk vörumerki á norrænum mörkuðum. Með samstarfi RSA og BYD er tekið enn skrefið inn í framtíð bílaiðnaðarins með framboði á rafknúnum útfærslum núverandi bílgerða og bílgerða sem markaðssettar verða á næstu árum.  

RSA hefur þegar byggt upp sölunet BYD sem teygir sig um öll Norðurlöndin. RSA flytur inn BYD fólks- og atvinnubíla til Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og Íslands.