Seal U

Rúmgóður, hagnýtur og rafknúinn fjölskyldujeppi með ríkulegum búnaði.

Hinn fullkomni fjölskyldubíll

Upplifðu nýja BYD Seal U! Stór, rafknúinn fjölskyldujeppi með miklum búnaði og af 500 km drægni (WLTP samanlagt). Með glæsilegri hönnun, rúmgóðu innanrými og háþróaðri öryggiskerfum býður Seal U upp á úrvals akstursupplifun.

WLTP blandaður akstur

500 km

Burðargeta

1.300 kg

Euro NCAP

5 stjörnur

Hönnun

Í BYD SEAL U er fylgt nýju „Ocean aesthetics“ hönnuninni. BYD SEAL U byggir á grípandi hönnunarheimspeki með því að sameina sjóræna fagurfræði BYD hönnunar með framúrstefnulegum blæ. BYD SEAL U er vistvænn og fallegur bíll sem hentar litlum sem stórum fjölskyldum.

Nýstárleg

Hönnun

Hágæða

Tækni

Fullkominn

Fjölskyldubíll

Tryggur og rúmgóður

BYD Seal U býr yfir kraftinum og getunni til að veita þér og þinni fjölskyldu hina fullkomnu upplifun af rafknúnum fjölskyldu jeppa, hvort sem er fyrir keyrslu dagsdaglega eða lengri ferðalög.

Tryggur fjölskyldubíll

Sem númer tvö í viðurkenndu drægiprófi NAF og Motor geturðu treyst því að BYD Seal U gefi þér það drægni sem það lofar.

Öruggur fjölskyldubíll

BYD SEAL U er með fjöldan af öryggisþáttum sem eru mikilvægir fyrir fjölskyldur. Þá fékk BYD SEAL U fullkomna einkunn í uppsetningu barnastóla sem veitir mikla öryggistilfinningu fyrir þá sem eru að leita að næsta fjölskyldubílnum.

Lyklalaust aðgengi

BYD SEAL U býður upp á NFC lyklalausan aðgang með korti eða sjallsíma (væntanlegt í Evrópu).

Hæsta einkunn í Euro NCAP

BYD er með hæstu einkunn fyrir EURO NCAP, sem gerir rafknúin farartæki okkar að einhverjum þeim öruggustu í heimi.

Stílhreint og hentugt innanrými

Inni í BYD Seal U finnur þú fyrsta flokks gæði, sterk efni og glæsilega hönnun sem er aðlöguð að þörfum fjölskyldunnar. Stílhrein, svört innrétting skapar nútímalegt og hagnýtt andrúmsloft, þar sem búið er að hugsa út í öll smáatriði til að auðvelda notkun og þægindi.

Þráðlaust Apple

CarPlay

Opnanleg

Sóllúga

Hreyfanlegur

15,6" snertiskjár

Hreyfanlegur skjár

BYD SEAL U er með stórum, hreyfanlegum snertiskjá sem virkar sem miðlæg stjórnstöð fyrir tengingar og upplýsinga. Rafmagnsjeppinn notast við óaðfinnanlega raddstýringu við stjórn fjölnota eiginleika, sem tryggir mjúka og skemmtilega akstursupplifun sem býður upp á rauntímaupplýsingar.

Flæðandi miðjustjórnborð

Innanrými BYD SEAL U gefur til kynna framtíðartilfinningu, sem endurspeglast í fljótandi 15,6″ miðjustjórnborði bílsins. Með tvöföldu geymsluhólfi gefur þessi glæsilega hönnun frá sér nútímalegt útlit og þægindin sem þjónar hagnýtum tilgangi.

Kristal gírstöng

Innréttingin í BYD SEAL U sækir innblástur í fegurð hafsins, sem er augljós í grípandi kristal gírstönginni. Þessi töfrandi eiginleiki er umkringdur nauðsynlegum aðgerðarhnöppum og eykur enn frekar fagurfræði BYD SEAL U og veitir auðvelda stjórn innan handar.

Niðurhal

Velkomið að hlaða niður skjalinu um bílinn sem þú ert að skoða BYD Seal U. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, vinsmlegast hafðu þá samband við næsta söluaðila.

Ábyrgð

BYD SEAL U kemur með 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu. Ábyrgð á bílnum er 5 ár/100.000 km. Allir bílar eru ryðvarðir hjá Mercasol í Noregi. Meðhöndlunin ver bílinn gegn ryðmyndun og lengir endingartíma hans. Ryðvörnin er innifalin í verðinu.