BYD Dolphin

7 sek

0-100 km/klst

427km

WLTP blandaður akstur

Skjárinn

Stór og áberandi 12,8″ skjárinn er miðstöð tenginga við umheiminn. Skjárinn geymir snjallvætt raddstýrikerfi og nettengdar aðgerðir bílsins sem auðvelda ökumanni aksturinn án truflunar. Snjallvædda afþreyingarkerfið gerir upplifunina enn sterkari.  

Stórt farangursrými

Fjórar 20 tommu töskur af hefðbundinni gerð komast auðveldlega fyrir í farangursrýminu. Sætin eru niðurfellanleg í hlutföllunum 60:40. Stækka má 345 lítra farangursrýmið upp í 1.310 lítra séu bæði aftursætin felld flöt niður.  

Vegan leðursæti

Í Dolphin eru sportsæti sem eru sérstaklega þægileg á lengri ferðum. Þau veita líka mikinn hliðarstuðning í beygjum. Sætin eru klædd vegan leðri sem er umhverfisvæn lausn sem dregur þó ekkert úr glæsileika innanrýmisins. Sætin eru fjölstillanleg og hver og einn getur lagað þau nákvæmlega að sínum þörfum.

 

Þægilegt rými fyrir farþega í aftursætum

Litla slútun yfirbyggingar að framan og aftan og mikið hjólhaf má rekja til nýja e-Platform 3.0 undirvagnsins. Fyrir vikið virkar bíllinn stærri í öllu svipmóti. Enn fremur er flatt gólf í afturrýminu sem býður upp á meiri þægindi farþeganna og fótapláss. 

Meira geymslurými

Fjöldi geymslurýma eru í bílnum, þar á meðal stórir geymsluvasar í hurðum, hólf með loki í miðjustokknum og geymslubakki aftan við aðal upplýsingaskjáinn sem gagnast vel í daglegu amstri.

ÁBYRGÐ

BYD DOLPHIN kemur með 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu. Ábyrgð á bílnum er 5 ár/100.000 km. Allir bílar eru ryðvarðir hjá Mercasol í Noregi. Meðhöndlunin ver bílinn gegn ryðmyndun og lengir endingartíma hans. Ryðvörnin er innifalin í verðinu.

e-Platform 3.0

BYD DOLPHIN er byggður á nýjum BYD e-Platform 3.0 undirvagni sem er sérhannaður fyrir hreina rafbíla. Í e-Platform 3.0 eru kostir snjalltækni, skilvirkni, öryggis og fagurfræði nýttir til fulls og undirvagninn stuðlar að auknu öryggi og miklu akstursdrægi við lágt lofthitastig. Auk þess stuðlar hann að ríkri akstursupplifun með snjalltækni og er skýrt dæmi um það sem skilvirkari, öruggari og skynvæddari rafbíll þarf að búa yfir.

Aukið öryggi

Rafhlaðan er gerð úr litíum járnfosfati sem hefur fjölda gagnlegra eiginleika eins og hæga varmamyndun, lága varmalosun og enga súrefnislosun.  Hið einstaka, flata rétthyrningaform bætir einnig kælivirkni og forhitunarafköst rafhlöðunnar. Blade rafhlaðan hefur staðist naglaprófið á öruggan hátt án þess að gefa frá sér eld eða reyk. 

Naglaprófið

Naglaprófið er talin ein strangasta aðferðin til að prófa ofhitun rafgeyma.  Tilgangurinn er að líkja eftir innra skammhlaupi í rafhlöðu. Skammhlaup verður venjulega af völdum beittra málmhluta sem í alvarlegum umferðarslysum geta gengið inn rafhlöðuna. Blade rafhlaðan stóðst naglaprófið án þess að gefa frá sér reyk eða eld. Yfirborðshiti rafhlöðunnar náði einungis frá 30 til 60° á Celsius.

Hámarks styrkur

Sellunum er raðið upp í fylkingar innan hvers rafgeymapakka. Hver sella gegnir hlutverki burðargeisla og leggur þannig sitt af mörkum til að rafhlaðan standist átökin. Rafgeymapakkinn er gerður úr áli og með form eins og vaxkaka hunangsflugna. Hástyrktarþil á efri og neðri hlið rafgeymapakkans eykur til muna lóðréttan stífleika hans. Blade rafhlaðan sækir styrk sinn í þessa byltingarkenndu hönnun. 

Lengra drægi

Í samanburði við hefðbundna rafgeymapakka er plássnýting Blade rafhlöðunnar 50% meiri. Þetta eykur orkuþéttleika og skilar sér í meiri drægni. 

Afkastamikið varmadælukerfi staðalbúnaður

BYD hefur einstaka samþættingargetu innan aðfangakerfisins. BYD samþættir átta lykil íhluti, þ.e. VCU, BMS, MCU, PDU, DC-DC stýringu, innbyggða hleðslueiningu, rafmótor og skiptingu, í eina einingu. Þetta er fyrsta fjöldaframleidda rafaflrás í heimi með átta kerfum í einni einingu sem dregur verulega úr rýmisþörf og eykur orkuskilvirkni.

Hafðu samband

Viltu fá frekari upplýsingar um BYD Dolphin? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.