Sealion 7

Coming to Norway in 2024

Vertu tilbúinn fyrir Sealion 7

BYD Sealion 7 er kominn til Íslands. Hann býr yfir hinu fullkomna jafnvægi rýmis, tækni og hönnunar. Hann er fjórhjóladrifinn, aflmikill og útlitið er sportlegt. Hann setur ný viðmið fyrir rafknúna fjölskyldubíla. Rúmgóður að innan með nægu rými fyrir alla fjölskylduna og í hönnuninni er lögð áhersla á þægindi, öryggi og akstursánægju.

Hraðhleðsla (DC)

230 kW

Byltingarkennd

Tækni

Hátæknivætt

Fjórhjóladrif

Hönnun með innblástur frá hafinu

Í BYD Sealion 7 fer saman afl og glæsileiki og hönnunin er innblásin af gangverki náttúrunnar. Hönnunin byggir á „Ocean Aesthetics“ sem felur í sér sportlegt útlit og mikið afl. Hann er lágur að framan með straumlínulaga hliðarlínu og þar með lágri loftmótsstöðu sem stuðlar að akstursupplifun þar sem afköst og fagurfræði haldast í hendur.

Farangursrými

520 lítrar

Farangursrými undir húddi

58 lítrar

Stórt

Glerþak

Kraftmikill og sportlegur

Sealion 7 skilar heilum 530 hestöflum. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst tekur einungis 4,5 sekúndur. Sealion 7 er með aflmikilli 91,3 kWst Blade rafhlöðu sem tryggir honum akstursdrægi upp á 502 km (WLTP í blönduðum akstri). Hann gerir þér kleift að njóta áhyggjulauss aksturs á lengri vegalengdum.

Rafhlaða og hleðsla

91,3 kWst rafhlaðan býður upp á akstursdrægi frá 502 km (WLTP í blönduðum akstri). Hún er gerð fyrir þriggja fasa AC-hleðsluafl upp á 11 kW og einungis tekur 24 mínútur að hlaða úr 10-80% með DC-hraðhleðslu með allt að 230 kW hleðsluafli.

1.500 kg þyngd eftirvagns

Sealion 7 fæst með dráttarbeisli og getur dregið allt að 1.500 kg. Fullkomið fyrir þá sem vilja auka flutningsgetuna.

Farangursrými

Farangursrými að aftan er 520 lítrar og 58 lítrar að framan, alls 578 lítrar. Með því að leggja niður aftursætin stækkar farangursrýmið í alls 1.789 lítra.

Akstursánægja eins og hún gerist mest

Að innan er Sealion 7 sannkallað meistaraverk þæginda, tækni og hönnunar. Hágæða efnisval, fyrsta flokks sætahönnun og úthugsuð smáatriði skapa lúxus andrúmsloft sem umlykur þig frá fyrstu stundu. Val er um tvo liti í innréttingum.

Rafstýrðar stillingar

Sportsæti

Hljómtæki

Dynaudio®

Snjallvæddur veltiskjár

15,6"

Velkomin inn í Sealion 7

Hlaðinn búnaði

Rafstýrðar sætastillingar

Sealion 7 fylgja þægileg sportsæti klædd Nappa leðri. Átta stillingar eru á framsætum og ökumannssæti er auk þess með stillanlegri framlengingu fyrir lærin.

Þráðlaus farsímahleðsla

Í miðjustokknum er þráðlaus hleðsluvagga þar sem farsíminn er hlaðinn með 50 W afköstum. Síminn er því alltaf í hleðslu án þess að stinga þurfi honum í samband.

15,6" veltiskjár

Hafðu fulla stjórn á virkni bílsins með 15,6 tommu snúanlegum snertiskjá í mælaborðinu. Í gegnum skjáinn er aðgengi að leiðsögukerfi, afspilun, Spotify, stillingum á ökutækinu, Apple CarPlay, Android Auto og mörgu öðru sem tryggir að akstursupplifunin er ávallt í takt við þínar þarfir.

Byltingarkennd tækni

Sealion 7 er hlaðinn byltingarkenndum tæknibúnaði. Hjarta bílsins er hin hátæknivædda Blade rafhlaða. Þessi einstaka rafhlaða er ekki eingöngu orkugjafi bílsins heldur líka óaðskiljanlegur hluti af uppbyggingu ökutækisins, þökk sé nýstárlegri CTB-tækni BYD. Í bílnum fer saman öryggi, skilvirkni og styrkleiki sem tryggi einstaka upplifun þar sem tækni og afköst haldast í hendur. Blade rafhlaðan setur ný viðmið í rafbílaiðnaðinum með tilliti til endingar, hitaskilvirkni og orkunýtni.

Byltingarkennd

Blade-rafhlaða

Aksturseiginleikar eins og þeir gerast bestir

iTAC-tækni

Skynvædd

Öryggiskerfi

Nýsköpun og öryggi í forgrunni

Bíllinn er hlaðinn hátæknivæddum búnaði sem gerir Sealion 7 að forskrift öryggis, þæginda og skilvirkni – og fullkomnar akstursupplifun nútímans.

CTB (Cell-to-body)-tækni

Með sinni byltingarkenndu CBT-tækni (Cell-to-Body) hefur BYD fellt hátæknivædda Blade rafhlöðuna inn í burðargrind bílsins sem gefur honum einstakan styrk og stífleika. CBT-tæknin gerir Sealion 7 enn skilvirkari, sterkbyggðari og áreiðanlegri. Með CBT-tækninni gegnir Blade rafhlaðan ekki einungis hlutverki orkugjafa heldur er hún líka hluti af burðargrind bílsins sem þolir verulegt álag og stuðlar að enn frekara öryggi og áreiðanleika.

Sealion 7 fylgir einkar skilvirkt varmadælukerfi

Sealion 7 fylgir hátæknivætt varmadælukerfi sem virkar á breiðu hitastigi og er áreiðanlegt. Kerfið nýtir glatvarma frá umhverfinu, drifrásinni, farþegarýminu og rafhlöðunni og hámarkar varmaskilvirkni. Kerfið dregur úr orkutapi þegar verið er að hita upp innanrýmið og kæla það sem eykur um leið drægi bílsins, ekki síst við lágt hitastig.

V2L-aðgerð

V2L-aðgerðin breytir í raun rafhlöðu bílsins í færanlega orkustöð. Með einfaldri tengingu er hægt að nota rafhlöðu bílsins sem orkugjafa fyrir raftæki eins og til dæmis kaffivélar, viðlegubúnað af ýmsu tagi eða rafgrill.

Skynvædd öryggiskerfi

Háþróaða BYD ADAS-kerfið (Advanced Driver Assistance Systems) og 360° myndavélar gera akstursupplifun í Sealion 7 í senn ánægjulega og örugga. Kerfið fylgist stöðugt með umhverfi sínu, lagar sig að breyttum aðstæðum og veitir stuðning þegar á þarf að halda. Sealion 7 stuðlar að aukinni hugarró því hann greinir hættulegar aðstæður og tryggir hnökralausan akstur. Ökumaður getur því slakað á og notið akstursins.

Niðurhal

Velkomið að hlaða niður skjalinu um bílinn sem þú ert að skoða BYD Sealion 7 . Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, vinsmlegast hafðu þá samband við næsta söluaðila.

Ábyrgð

BYD Sealion kemur með 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu. Ábyrgð á bílnum er 5 ár/100.000 km. Allir bílar eru ryðvarðir hjá Mercasol í Noregi. Meðhöndlunin ver bílinn gegn ryðmyndun og lengir endingartíma hans. Ryðvörnin er innifalin í verðinu.