Fullkominn fjölskyldubíll með sjö sætum og 4x4
Þessi vinsæli fjölskyldubíll kemur nú í splunkunýrri útfærslu. Um er að ræða rafdrifna nýsköpun sem kemur með fjórhjóladrifi og sjö sætum ásamt 530 km akstursdrægi (WLTP í blönduðum akstri). Upplifðu enn meiri lúxus og enn meiri búnað.
WLTP blandaður akstur
Verð
Euro NCAP
Drekar eru tákn fyrir styrk og kraft. Aðalhönnuður BYD, Wolfgang Egger, hefur leitt saman fyrsta flokks hönnunarteymi til að samþætta þessa eiginleika í hönnun nýs BYD Tang. Afraksturinn er jeppi þar sem saman fer einstakt handverk, kraftmiklar formlínur og glæsileiki.
Pláss fyrir alla
7 sæta
Vel útbúinn
21" felgur
Panórama
Opnanleg sólluga
Búðu þig undir stóran rafdrifinn borgarjeppa með nægu plássi fyrir sjö manns, mikinn farangur og ótrúlegan sveigjanleika.
BYD Tang 4x4 hefur meðal annars hlotið fimm stjörnur og fullt hús frá Euro NCAP og er hannaður fyrir hámarksöryggi.
BYD Tang 4x4 er búinn 108,8 kWst BYD Blade rafhlöðu. Það tekur einungis 30 mínútur að hlaða hana úr 30% í 80% hleðslu með hraðhleðslubúnaði.
Með V2L aðgerðinni gagnast rafhlaðan sem færanleg rafstöð. Með einföldum hætti er hægt tengja rafmagnstæki eins og kaffivélar, viðlegubúnað eða rafmagnsgrill við rafhlöðu bílsins.
Öryggi er í brennidepli í BYD Tang 4x4, fyrir vikið hlaut bíllinn 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP. Það er allt til staðar fyrir öruggan akstur fyrir þig og þína með háþróuðu ADAS-kerfi (Advanced Driver Assistance System), fjölbreyttu úrvali öryggisbúnaðar og sterkbyggðri yfirbyggingu.
BYD Tang 4x4 er sjö sæta jeppi sem býður upp á rúmgott og þægilegt rými fyrir alla fjölskylduna. BYD Tang býr yfir miklu geymslurými og möguleiki á þakhleðslu veitir þér frelsi til að taka allan nauðsynlegan búnað með í ævintýraferðina. Þessi laglegi jeppi geislar af sjálfsöryggi og nýjum gæða viðmiðum - gæðin leynast í hverju smáatriði.
Mikil þægindi í sætum
Lúxus nudd í framsætum
Veldu lýsingu
31 lita valmöguleikar
Framrúðuskjár
Fullkomin yfirsýn
Það sem einkennir þennan rúmgóða og nútímalega borgarjeppa er þægindi og hágæða frágangur. Í boði er innrétting í svörtum eða brúnum lit.
BYD Tang kemur með fyrsta flokks hljómkerfi með 12 hátölurum sem skila óviðjafnanlegri hljómupplifun með kristaltærum tóni og djúpum bassa.
Fjölaðgerðasætin bjóða upp á hámarks þægindi og auðvelt er að stilla þau nákvæmlega að þínum óskum. Í framsætunum er bæði upphitun og kæling sem og nuddaðgerð sem tryggir afslappandi akstursupplifun.
Á mælaborði bílsins er 15,6 tommu hreyfanlegur snertiskjár sem gerir ökumanni kleift að hafa fulla stjórn á öllum aðgerðum. Skjárinn veitir aðgang að leiðsögukerfi, afþreyingarmiðlum, Spotify, stillingum á virkni bílsins, þráðlaust Apple Carplay, þráðlaust Android Auto og mörgu öðru sem auðveldar ökumanni að sérsníða akstursupplifunina að sínum óskum.
Velkomið að hlaða niður skjalinu um bílinn sem þú ert að skoða BYD Tang. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, vinsmlegast hafðu þá samband við næsta söluaðila.