Sigurvegari iF hönnunarsamkeppninnar
Hönnunin er sportleg, ríkuleg og djörf frá öllum sjónarhornum – hönnun sem tryggði BYD Han iF hönnunarverðlaunin.
Hönnunin er sportleg, ríkuleg og djörf frá öllum sjónarhornum – hönnun sem tryggði BYD Han iF hönnunarverðlaunin.
Innanrými BYD Han rúmgott og stílhreint og hvert atriði í frágangi vekur upp lúxus- og hágæðatilfinningu. Fjölmargir skjáir eru í innréttingunni, þar á meðal 15,6“ aðalskjár fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið.
Bíllinn kemur með sérvöldum, hágæða leðursætum með átta stillingum á ökumannssæti ásamt minni og fjórum stillingum á farþegasæti. Sætin eru með upphitun og kælingu.
Stór sóllúga veitir náttúrulegri birtu inn í farþegarýmið.
Glæsilegt og ríkulegt innanrými.
Sé valinn blár, rauður eða grár litur á yfirbyggingu bílsins kemur hann með dökkbrúnni innréttingu og viðarlistum.
Sé valin svartur eða hvítur litur á yfirbyggingu kemur hann með ljósbrúnni innréttingu og koltrefjalistum.
Þessi aflmikli fólksbíll er með tveimur rafmótorum. Samtals skilar hann 516 hestöflum og hann hraðar sér úr 0-100 km/klst á 3,9 sekúndum. Rafknúið fjórhjóladrifið virkar á rauntíma og skilar yfirburða veggripi við allar aðstæður. Hallaðu þér aftur í sætinu og leyfðu adrenalíninu að flæða um líkamann.
BYD hefur verið brautryðjandi í þróun á rafhlöðutækni í yfir 27 ár. BYD Han kemur með hátæknivæddri Blade rafhlöðu sem talin er vera öruggasta bílaraflaðan á markaðnum. Vegna uppbyggingar rafhlöðusamstæðunnar er plássnýtingin 50% meiri en í í hefðbundnum liþíum-jóna rafhlöðusamtæðum.
Staðalbúnaður í BYD Han er Blade rafhlaða sem BYD hefur hannað frá grunni og talin öruggasta rafhlaðan á markaðnum.
Afkastageta rafhlöðunnar er 85,4 kWst. BYD Han tekur 7 kW í AC-hleðslu, og 120 kW í DC-hleðslu. Varmadæla er staðalbúnaður.
Framendi bílsins dregur fram glæsilegar formlínurnar og hönnun gengur öll út á að draga úr loftmótstöðu í akstri.
BYD Han er hlaðinn búnaði sem stuðlar að einstakri akstursupplifun. Hann kemur meðal annars með 360 gráðu myndavél, framrúðuskjá, bílastæðaskynjurum að framan og aftan, stórri sóllúgu, þráðlausri farsímahleðslu og upphituðu leðurstýri.
Það er líka hugsað fyrir öllu hvað öryggisbúnað varðar í BYD Han. Bíllinn kemur meðal annars með hraðastilli með aðlögun, akreinavara, rafeindastýrðri stöðugleikastýringu, blindblettsvara og sjálfvirkri neyðarhemlun.
Staðalbúnaður er hátæknivætt og orkusparandi varmadælukerfi. Kerfið er hannað til þess að nýta ónýtta orku úr umhverfinu, farþegarýminu og frá rafhlöðunni. Með kerfinu eykst skilvirkni, hvort sem það snýr að upphitun eða kælingu og kerfið sparar mikla orku.
Drægi BYD Han er 521-662 km (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri). Þetta mikla drægi og fjórhjóladrifið gerir BYD Han að ákjósanlegum bíl til notkunar í borginni og úti á landi.
*Margir þættir hafa áhrif á drægi eins og til dæmis lofthiti, akstursmáti, loftþrýstingur í hjólabörðum og fleira. Uppgefið drægi byggir á WLTP prófunum í blönduðum akstri og innanbæjarakstri.
Viltu fá frekari upplýsingar um Han 4x4? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.