Ertu að leita að rúmgóðum fjölskyldubíl með sjö sætum, fjórhjóladrifi og miklu drægi? Þá gæti BYD Tang verið bíllinn sem þú leitar að. Þessi spræki borgarjeppi hraðar sér úr 0 í 100 km/klst á 4,5 sekúndum og hestaflafjöldinn er 509.
BYD Tang er rúmgóður sportjeppi með 400-528 km* drægi (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri), fjórhjóladrifi og miklum búnaði.
Ef ætlunin er að fara í óbyggðaferð eða flytja mikinn farm fæst bíllinn með dráttarbeisli og toppgrind.