BYD Tang 4x4 sportjeppi

BYD TANG – RAFKNÚINN SPORTJEPPI

Ertu að leita að rúmgóðum fjölskyldubíl með sjö sætum, fjórhjóladrifi og miklu drægi? Þá gæti BYD Tang verið bíllinn sem þú leitar að. Þessi spræki borgarjeppi hraðar sér úr 0 í 100 km/klst á 4,5 sekúndum og hestaflafjöldinn er 509.

BYD Tang er rúmgóður sportjeppi með 400-528 km* drægi (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri), fjórhjóladrifi og miklum búnaði.

Ef ætlunin er að fara í óbyggðaferð eða flytja mikinn farm fæst bíllinn með dráttarbeisli og toppgrind.

Ekið á fyrsta farrými

Rúmgott farþegarými þessa nútímalega sportjeppa er bæði ríkulegt og þægilegt.

Nútímalegt
farþegarými
Leðursæti
með kælingu
LED umhverfislýsing
með 31 litatón

FARÞEGARÝMIÐ

BYD Tang kemur með sérvöldum, hágæða leðursætum með 8 stillingum á ökumannssæti og fjórum á farþegasæti. Sætin eru bæði með kælingu og upphitun.

Stór sóllúga veitir náttúrulegri birtu inn í farþegarýmið. Auk þess er í bílnum LED umhverfislýsing með 31 einum mismunandi litatón sem sér til þess að lýsingin er þægileg þegar birtu tekur að bregða.

MIKIÐ PLÁSS FYRIR ÖLL ÆVINTÝRIN

Í 7 sæta BYD Tang er allt að 1.655 lítra farangursrými aftan við framsætin. Hægt er að fella niður sæti í annarri sætaröð í hlutföllunum 60/40.

Þegar eingöngu tvö öftustu sætin eru niðurfelld er farangursrýmið 578 lítrar (763 lítrar með miðjusætaröð í fremstu stöðu). Með öll sjö sætin í uppréttri stöðu er farangursrýmið 235 lítrar.

LÝSTU UPP BÍLINN

Umhverfislýsing með 31 mismunandi litatón til að ná réttu stemningunni í bílnum.

BYD CONNECT APPIÐ

Þú hefur alltaf yfirsýn yfir Tang í gegnum BYD appið í snjallsímanum. Stjórnaðu aðgerðum bílsins óháð því hvar þú ert staddur. Með appinu er meðal annars hægt að fylgjast með stöðu rafhlöðunnar, læst hurðum, opnað og lokað sóllúgunni, ræst og drepið á bílnum og tímastillt loftfrískunarkerfið.

Hafðu samband við næsta söluaðila ef þú óskar eftir kynningu eða hjálp við að setja appið upp í símanum þínum.

Blade rafhlöður

Eftir margra ára þróunarvinnu hefur BYD nú sett á markað nýjustu og öruggustu rafhlöðu til þessa; Blade. Vegna uppbyggingar rafhlöðusamstæðunnar er plássnýtingin 50% meiri en í í hefðbundnum liþíum-jóna rafhlöðusamtæðum. Þetta leiðir af sér minni þyngd og aukið drægi.

Blade
Rafhlöðutækni
Afkastageta rafhlöðu
86,4 kWst

DRÆGI OG HLEÐSLA

Tang er með mesta drægi í stærðarflokknum, 400-528 km* (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri). Bíllinn hentar því jafnt þeim sem búa í borginni og úti á landi og er góður kostur fyrir þá sem sækjast eftir miklu drægi.

*Margir þættir geta haft áhrif á drægi eins og til dæmis lofthiti, akstursmáti, loftþrýtingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefið drægi miðast við WLTP prófun í blönduðum akstri og innanbæjarakstri.

Litir

Silfraður og svartur

Rauður

Hvítur

Grár

Gallerí

BYD Tang 4x4 Sportjeppi

ÁBYRGÐ

Nýr BYD Tang kemur með 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu. Ábyrgð á bíl er til 5 ára/100.000 km.

Allir bílar eru ryðvarðir hjá Mercasol í Noreg. Meðhöndlunin ver bílinn gegn ryðmyndun og lengir endingartíma hans. Ryðvörnin er innifalin í verðinu.

Hafðu samband

Viltu fá frekari upplýsingar um Tang 4x4? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.