BYD Seal 4x4

FRUMSÝNDUR 4. og 5. maí frá kl. 12-16

3,8 sek

Fjórhjóladrif 0-100 km/klst

520 km

WLTP blandaður akstur

82,5 kWklst

Afköst rafhlöðu

Stór sóllúga

Njótið fegurðar umhverfisins með stóru sóllúgunni. Skynjið víðáttur himinsins og hleypið inn náttúrulegri birtu sem lýsir upp innanrými bílsins. 

Hljómleikahöll á hjólum

Hágæða hljómkerfi sem breytir bílnum í hljómleikahöll á hjólum. HIFI Dynaudio Premium Sound hljómkerfið státar af 12 hátölurum af bestu gerð sem stuðla að óviðjafnanlegri hljómupplifun. 

Sérhönnuð sportsæti

Sérhönnuð sportsætin eru sköpuð út frá lögmálum vinnuvistfræðinnar til þess að hámarka þægindi meðan á akstri stendur. Framsætin eru með hitastillingum og rafstýrðum stöðustillingum sem gera þér kleift að finna kjörstöðu undir stýri sem stuðlar að ánægjulegri akstri. 

Snjallhirslur

Farangursrýmið í BYD SEAL er 400 lítrar að rúmmáli en auk þess er að finna 53 lítra viðbótarhirslu með loki undir vélarhlífinni. Í þessu felst snjöll og hagnýt geymslulausn á ferðalögum. 

CTB-tækni (rafhlöður í burðargrind)

BYD SEAL er fyrsta gerðin með CTB-tækninni sem BYD þróaði. Með þessari nýstárlegu tækni er Blade rafhlaðan felld óaðfinnanlega inn í burðargrind bílsins og til verður sterk „samlokugrind“ sem eykur snúningsstífleika bílsins allt upp í 40.500 Nm/° sem er sambærilegt og í dýrustu gerðum lúxusbíla. Með CTB tækninni er Blade rafhlaðan því meira en orkugjafi. Hún er hluti af burðarvirki bílsins og stenst áraun umtalsverðra krafta. 

iTAC (skynvædd togaðlögunarstýring)

BYD SEAL gengur skrefinu lengra með nýjustu gerð togaðlögunarstýringar. iTAC kerfið felur í sér lausn við aflminnkun við upptöku sem er stökk fram á við miðað við hefðbundnar aðferðir. Kerfið deilir snúningsátaki með útreiknuðum hætti til hjólanna og nýtir til þess togskiptingu, viðeigandi togminnkun og neikvætt snúningsátak. Þetta háþróaða kerfi lágmarkar á skilvirkan hátt eða kemur í veg fyrir hliðarskrið og opnar um leið fyrir allt það afl sem bíllinn býr yfir. iTAC kerfið stuðlar ekki einungis að auknu öryggi heldur einnig að auknum þægindum í meðhöndlun bílsins og tryggir átakalausa og örugga akstursupplifun.

Aukið öryggi

Hráefnið í rafhlöðunni, litíum járnfosfat, hefur fjölda gagnlegra eiginleika eins og hæga varmamyndun, lága varmalosun og enga súrefnislosun.  Hið einstaka, flata rétthyrningaform bætir einnig kælivirkni og forhitunarafköst rafhlöðunnar. Blade rafhlaðan hefur staðist naglaprófið á öruggan hátt án þess að gefa frá sér eld eða reyk. 

Naglaprófið

Naglaprófið er talin ein strangasta aðferðin til að prófa ofhitun rafgeyma.  Tilgangurinn er að líkja eftir innra skammhlaupi í rafhlöðu. Skammhlaup verður venjulega af völdum beittra málmhluta sem í alvarlegum umferðarslysum geta náð inn rafhlöðuna. Blade rafhlaðan stóðst naglaprófið án þess að gefa frá sér reyk eða eld. Yfirborðshiti rafhlöðunnar náði einungis frá 30 til 60° á Celsius. 

Hámarks styrkur

Sellunum er raðið upp í fylkingar innan hvers rafgeymapakka. Hver sella gegnir hlutverki burðargeisla og leggur þannig sitt af mörkum til að rafhlaðan standist átökin. Rafgeymapakkinn er gerður úr áli og með form eins og vaxkaka hunangsflugna. Hástyrktarþil á efri og neðri hlið rafgeymapakkans eykur til muna lóðréttan stífleika hans. Blade rafhlaðan sækir styrk sinn í þessa byltingarkenndu hönnun. 

Lengra drægi

Í samanburði við hefðbundna rafgeymapakka er plássnýting Blade rafhlöðunnar 50% meiri. Þetta eykur orkuþéttleika og skilar sér í meiri drægni. 

Lengri líftími

Líftími Blade rafhlöðunnar er með yfir 5.000 hleðslu- og afhleðslulotum. 

Fyrsta fjöldaframleidda rafaflrás í heimi með 8 kerfi í einni einingu

BYD hefur einstaka samþættingargetu innan aðfangakerfisins. BYD samþættir átta lykil íhluti, þ.e. VCU, BMS, MCU, PDU, DC-DC stýringu, innbyggða hleðslueiningu, rafmótor og skiptingu, í einni einingu. Þetta er fyrsta fjöldaframleidda rafaflrás í heimi með átta kerfum í einni einingu sem dregur verulega úr rýmisþörf og eykur orkuskilvirkni.

Afkastamikið varmadælukerfi staðalbúnaður

Háþróað og orkusparandi varmadælukerfi er staðalbúnaður. Varmadælukerfið starfar á áreiðanlegan hátt á breiðu hitastigi. Það er hannað til að nýta upp að miklu marki afgangshita úr umhverfinu, frá aflrásinni, farþegarýminu og jafnvel frá rafhlöðunni. Það eykur varmaskilvirknina og dregur úr orkutapi jafnt við hitun og kælingu.

Hafðu samband

Viltu fá frekari upplýsingar um BYD Seal? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.