Blade Rafhlöðutækni

Með nýrri og háþróaðri Blade rafhlöðu hafa orðið til ný viðmið í afkastagetu og öryggi.

RAFHLÖÐUTÆKNI Í FARARBRODDI Í HEIMINUM

Í 26 ár hefur BYD rutt brautina í framleiðslu rafhlaða. Blade rafhlaðan byggir á tímamóta tækni sem hefur staðist fjölda prófana. Prófanirnar hafa sýnt fram á að rafhlöðurnar eru meðal þeirra öruggustu sem í boði eru.

Þeir eiginleikar rafhlöðunnar sem skipta sköpum eru meðal annars þeir að hún þolir háan hita og gefur frá sér og framleiðir lítinn hita.

NAGLAPRÓFIÐ

Naglaprófið er almennt talið besta aðferðin til að prófa hitaeiginleika rafhlöðunnar. Markmið prófunarinnar er að líkja eftir skammhlaupi inni í rafhlöðunni sem verður helst þegar beittir málmhlutir komast í gegnum rafhlöðu (til dæmis í umferðarslysi).  Blade rafhlaðan stóðst prófið án þess að gefa frá sér reyk eða eld. Yfirborðshiti var einungis 30 til 60° C. 

LENGIR LÍFTÍMANN

Plássnýtingin í Blade rafhlöðunni er 50% meiri en í hefðbundnum rafhlöðusamstæðum sem tryggir aukna orkuþéttni og viðbótar drægi.  

Blade rafhlaðan endist líka lengi og hleðslu- og afhleðslulotur hennar eru yfir 5.000 talsins.