BYD SEAL U

9,3 sek

0-100 km/klst

500 km

WLTP blandaður akstur

Framljósin

Tvöfalda U-laga ljós BYD SEAL U framljósanna eru með áletruðum ljósaþyrpingum sem varpa kröftugum geisla, sem tryggja skýrara skyggni og öruggari akstur.

Afturljósin

Afturljósin á BYD SEAL U eru fáguð og ná yfir allan afturenda bílsíns, hannað svo það er í líki rigningar eða í vatnsdropa mynstri.

19" Felgur

BYD SEAL U er með 19 tommu felgur sem sameina stíl og skilvirkni. Þessar vandlega smíðuðu felgur auka á fegurð BYD SEAL U og hámarka frammistöðu með því að lágmarka viðnám, sem leiðir til betri upplifunar á akstrinum.

Flæðandi miðjustjórnborð

Innanrými BYD SEAL U gefur til kynna framtíðartilfinningu, sem endurspeglast í fljótandi 15,6″ miðjustjórnborði bílsins. Með tvöföldu geymsluhólfi gefur þessi glæsilega hönnun frá sér nútímalegt útlit og þægindin sem þjónar hagnýtum tilgangi.

Hreyfanlegur skjár

BYD SEAL U er með stórum, snúanlegum snertiskjá sem virkar sem miðlæg stjórnstöð fyrir tengingar og upplýsinga. Rafmagnsjeppinn notast við óaðfinnanlega raddstýringu við stjórn fjölnota eiginleika, sem tryggir mjúka og skemmtilega akstursupplifun sem býður upp á rauntímaupplýsingar.

Kristal gírstöng

Innréttingin í BYD SEAL U sækir innblástur í fegurð hafsins, sem er augljós í grípandi kristal gírstönginni. Þessi töfrandi eiginleiki er umkringdur nauðsynlegum aðgerðarhnöppum og eykur enn frekar fagurfræði BYD SEAL U og veitir auðvelda stjórn innan handar.

Aðrir eiginleikar SEAL U

Aftursætin

  • Aftursætin á BYD SEAL U eru mjög rúmgóð. Slétt gólf og mikið fótapláss gerir farþegum kleift að teygja úr sér og slaka á á löngum ferðalögum. Stuðningssætin auka enn frekar þægindi fyrir farþega í aftursætum.

Sóllúgan

  • Njóttu birtunnar með víðáttumikilli rennandi sóllúgu BYD SEAL U. Frá tærbláum himni til grípandi stjörnubjartra nátta, þessi eiginleiki gerir ljósi kleift að komast inn í farþegarýmið og tengir þig við umhverfið í kring.

Geymslurýmið

  • Stórt geymslurými BYD SEAL U státar af 552 lítra skotti, sem hægt er að stækka í 1.440 lítra þegar aftursætin eru lögð niður. Þessi rúmgóða hönnun býður upp á fjölhæfar og hagnýtar geymslulausnir til að koma auðveldlega til móts við farangursþarfir þínar.

Hágæða hljómkerfi

  • Háþróuð NVH (Noise, Vibration, and Harshness) tækni tryggir kyrrlátt og afslappað andrúmsloft á ferðalögum. Hágæða hljóðkerfið um borð í BYD SEAL U er með nýjustu hátölurum sem gefa frábæra upplifun. Umhverfisljós lýsast upp við hljóðið og skapa óviðjafnanlega hlustunarupplifun.

Lyklalaust aðgengi

  • BYD SEAL U býður upp á NFC lyklalausan aðgang með korti eða sjallsíma (væntanlegt í Evrópu).

OTA uppfærslur

  • Með Over-The-Air (OTA) uppfærslum muntu alltaf njóta nýjustu tækniframfara sem BYD hefur upp á að bjóða

Hæsta einkunn í Euro NCAP

  • BYD er með hæstu einkunn fyrir EURO NCAP, sem gerir rafknúin farartæki okkar að einhverjum þeim öruggustu í heimi.

Öruggur fjölskyldubíll

  • BYD SEAL U er með fjöldan af öryggisþáttum sem eru mikilvægir fyrir fjölskyldur. Þá fékk BYD SEAL U fullkomna einkunn í uppsetningu barnastóla sem veitir mikla öryggistilfinningu fyrir þá sem eru að leita að næsta fjölskyldubílnum.

BYD Blade rafhlaða

Í yfir 28 ár hefur BYD verið í fararbroddi í framleiðslu á rafhlöðum á heimsvísu. Nýjasta tækninýjungin okkar er Blade rafhlaðan. Hún hefur staðist ströngustu prófanir við aðstæður eins og þær gerast mest krefjandi og niðurstöðurnar eru þær að hún er ein öruggasta rafhlaða sem er í boði.

Aukið öryggi

Rafhlaðan er gerð úr litíum járnfosfati sem hefur fjölda gagnlegra eiginleika eins og hæga varmamyndun, lága varmalosun og enga súrefnislosun.  Hið einstaka, flata rétthyrningaform bætir einnig kælivirkni og forhitunarafköst rafhlöðunnar. Blade rafhlaðan hefur staðist naglaprófið á öruggan hátt án þess að gefa frá sér eld eða reyk. 

Naglaprófið

Naglaprófið er talin ein strangasta aðferðin til að prófa ofhitun rafgeyma.  Tilgangurinn er að líkja eftir innra skammhlaupi í rafhlöðu. Skammhlaup verður venjulega af völdum beittra málmhluta sem í alvarlegum umferðarslysum geta gengið inn rafhlöðuna. Blade rafhlaðan stóðst naglaprófið án þess að gefa frá sér reyk eða eld. Yfirborðshiti rafhlöðunnar náði einungis frá 30 til 60° á Celsius.

Lengra drægi

Í samanburði við hefðbundna rafgeymapakka er plássnýting Blade rafhlöðunnar 50% meiri. Þetta eykur orkuþéttleika og skilar sér í meiri drægni. 

Afkastamikið varmadælukerfi staðalbúnaður

BYD hefur einstaka samþættingargetu innan aðfangakerfisins. BYD samþættir átta lykil íhluti, þ.e. VCU, BMS, MCU, PDU, DC-DC stýringu, innbyggða hleðslueiningu, rafmótor og skiptingu, í eina einingu. Þetta er fyrsta fjöldaframleidda rafaflrás í heimi með átta kerfum í einni einingu sem dregur verulega úr rýmisþörf og eykur orkuskilvirkni.

Hafðu samband

Viltu fá frekari upplýsingar um BYD SEAL U? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.