BYD er opinber samstarfsaðili EM 2024 í knattspyrnu.

• Fyrirtækið kynnir nýjan rafvæddan BYD TANG í Evrópu sem á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í sjálfbærum samgöngum á úrslitakeppni EM 2024 í knattspyrnu þar sem 23 þjóðir taka þátt.
• BYD TANG er rúmgóður sjö sæta borgarjeppi sem státar af hágæða búnaði og fjölhæfni sem gera hann eftirsóknarverðan valkost fyrir fjölskyldur sem eru meðvitaðar um umhverfið.
• Nýr BYD TANG hefur hlotið 5 stjörnur í einkunn í Euro NCAP öryggisprófununum.
• Í nýjum BYD TANG er hin byltingarkennda BYD 108,8 kWst Blade rafhlaða.
• Bíllinn státar af tímamóta rafbílatækni sem stuðlar að hámarks öryggi, orkuskilvirkni og miklu akstursdrægi (530 km WLTP í blönduðum akstri).
• AWD (aldrif), skynrænt og stafrænt stjórnrými og 32 mismunandi aksturs- og öryggiskerfi eru meðal ríkulegs staðalbúnaðar í bílnum.

BYD er leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum og opinber samstarfsaðili EM 2024 í knattspyrnu. Fyrirtækið kynnir nú evrópskum bílkaupendum nýjan rafknúinn BYD TANG sem mun gegna mikilvægu hlutverki á stærsta og mikilvægasta knattspyrnumóti í Evrópu sem fer fram í Þýskalandi 14. júní til 14. júlí 2024.
BYD TANG er rúmgóður, sjö sæta borgarjeppi með aldrifi (AWD). Þetta er einkar fjölhæfur og fjölskyldumiðaður sportjeppi með hágæða búnað og byltingarkennda rafbílatækni sem þróuð hefur verið af BYD og miðar að afburða öryggi, orkuskilvirkni og aflmikilli akstursupplifun fyrir rafmagni.
Aflrás BYD TANG byggir á tveimur rafmótorum og Blade rafhlöðutækni frá BYD sem er einkaleyfisvarin. BYD TANG tekur við DC hraðhleðslu (upp að 170 kW) og akstursdrægið er allt að 530 km (WLTP í blönduðum akstri). Öryggi var í forgangi í allrri hönnun bílsins. Þessi glæsilegi borgarjeppi hlaut 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP sem eykur hugarró við notkun bílsins.
Nýr BYD TANG byggir á velgengni fyrirrennara síns sem markaðssettur var í Evrópu 2021. Nýr BYD TANG verður sem ferskur andblær inn á markaðinn fyrir borgarjeppa. Hann verður fáanlegur í Evrópu frá og með þriðja ársfjórðungi 2024.

Mögnuð afkastageta, hámarks skilvirkni, framúrskarandi fágun

Nýr BYD TANG státar af yfirburða afli og skilvirkni. Hann er með tvo aflmikla rafmótora og hina byltingarkenndu Blade rafhlöðu sem byggir á meira en tveggja áratuga langri þróunarvinnu og sérþekkingu BYD á rafbílaframleiðslu. Afl rafmótorsins sem knýr framhjólin er 180 kW og rafmótorinn sem knýr afturhjólin er 200 kW. Aflið er því samtals 380 kW (517 hö).
Með samtals 700 Nm snúningsvægi býður bíllinn upp á tafarlausa og samfellda hröðun sem skilar honum á einstakan hátt úr kyrrstöðu í 100 km hraða á einungis 4,9 sekúndum.
Þessi háþróaða aflrásartækni tryggir hljóðlátan akstur sem felur í sér friðsæla og rólega akstursupplifun í umferðinni. Hátt snúningsvægi og sterkbyggt burðarvirki BYD TANG skilar hámarks dráttargetu upp á 1.500 kg. BYD TANG býr yfir eftirtektarverðri afkastagetu og þess vegna fylgir honum líka hágæða hemlabúnaður með Brembo bremsuklöfum að framan og götuðum bremsudiskum að framan og aftan. Einnig kemur bíllinn með vökvastýrðum hemlavara frá Bosch (HBA). Aðgerðir hemlakerfisins í staðalútfærslu eru m.a. rafstýrð hemlunarátaksdreifing (EBD), brekkuhald (HHC), þægindastöðvun (CST), þurrkun hemladiska (BDW), veltuvörn (RMI), brekkkuvari (HDC) og forgangshemlun (BOS).

Nýr BYD TANG
Með nýjum BYD TANG færist sérstakur og nútímalegur andblær inn í fólksbílalínu BYD fyrir Evrópu. Hann er birtingarmynd nýrrar þróunar innan Dragon Face hönnunarstefnu BYD sem einkennist af glæsilegum formlínum og nútímalegu útliti. Forgangsatriði í innra rými eru þægindi, fjölhæfni og notagildi. Sæti eru fyrir sjö fullorðna, farangursrýmið hið mesta í stærðarflokknum og vandað er til efnisvals í innréttingum þar sem er líka að finna hágæða búnað og nútímalega stafræna tækni. Rafaflrásin byggir á tveimur rafmótorum sem gera bílinn einkar aflmikinn og um leið orkusparneytinn, þökk sé einkaleyfisvarinni Blade rafhlöðu BYD og skynrænu aldrifskerfi. DiSus-C skynræna höggdeyfastýringin frá BYD og val um fjölmargar akstursstillingar gera aksturinn enn ánægjulegri og bjóða upp á fullkomna blöndu af akstursþægindum, snerpu og fáguðum aksturseiginleikum á lengri leiðum. Drægið er 530 km samkvæmt WLTP prófunum.