Sölutölur BYD á fjórða ársfjórðungi þessa árs vekja eftirtekt. Fyrirtækið seldi 1.862.000 rafbíla á árinu 2000 og er nú stærsta bílmerkið í Kína.

Sölutölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2023 sýna að BYD hefur selt samtals 552.076 rafbíla á heimsvísu fyrstu þrjá mánuði ársins sem er 90% aukning frá samsvarandi tímabili í fyrra. Til samanburðar má nefna að Tesla seldi 440.000 bíla á heimsvísu fyrsta ársfjórðung 2023.

Samkvæmt þessu tölu er BYD nú söluhæsta bílmerkið í Kína með markaðshlutdeild sem er 11,35%. Neðar á listanum koma Volkswagen og Toyota í öðru og þriðja sæti en Tesla er í því tíunda. Stærsti einstaki bílamarkaður í heimi er Kína. Þar seldust alls 4.269.000 bíla á fyrsta ársfjórðungi 2023, samkvæmt gögnum frá Samtökum kínverskra fólksbílaframleiðenda (CPCA).

Frá því BYD hóf framleiðslu á fólksbílum árið 2003 hefur fyrirtækið þróað breytt úrval rafknúinna ökutækja. BYD er reyndar í dag heimsins stærsti framleiðandi rafknúinna ökutækja.

BYD hefur lengi haft þá stefnu að þróa jafnt 100% rafknúna bíla og tengiltvinnbíla. Þessi stefna hefur lagt grunninn að mikilli bílasölu fyrirtækisins að undanförnu.


Um BYD

BYD Company Ltd. er eitt af stærstu fyrirtækjum í Kína í einkaeigu. Það var stofnað árið 1995 og hefur á skömmum tíma orðið einn helsti sérfræðingur  heims í framleiðslu á endurhlaðanlegum rafhlöðum og í sjálfbærri þróun. Starfsemi BYD nær nú til fjögurra sviða, þ.e. bílaframleiðslu, raftækjaframleiðslu, orkulausna og járnbrautasamgangna. BYD hefur jafnframt sótt fram á alþjóðavísu með endurnýjanlegar orkulausnir og er nú með starfsemi í yfir 70 löndum og svæðum.

BYD hefur þróað sína eigin Orkulausn með núllosun, Zero Emissions Energy Solution, sem samanstendur af sólarorkuframleiðslu á viðráðanlegu verði, áreiðanlegri orkugeymslu og háþróuðum rafknúnum flutningum. Fyrirtækið er nú leiðandi í iðnaði í orku- og flutningageiranum. BYD er eini bílaframleiðandinn í heiminum sem einnig framleiðir rafhlöður, örflögur, stjórnkerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.

BYD er skráð í kauphöllunum í Hong Kong og Shenzhen.


Um RSA

RSA er norður-evrópskt fyrirtæki sem flytur inn bíla til 12 landa og er viðurkenndur dreifingaraðili BYD í Noregi, Finnlandi og Íslandi. RSA er einkafyrirtæki sem var stofnað árið 1936 og hefur þróað sterk vörumerki á mörgum mörkuðum. Með samstarfi við BYD tekur RSA enn eitt skref til framtíðar innan bílaiðnaðarins með kynningu á hreinræktuðum rafbílum af núverandi gerðum og komandi gerðum.

RSA hefur nú þegar byggt upp BYD sölunet sem nær yfir öll Norðurlöndin. Núna er RSA innflutningsaðili fyrir BYD fólks- og atvinnubíla fyrir Noreg, Finnland og Ísland og innflutningsaðili fyrir BYD atvinnubíla í Svíþjóð og Danmörku.