BYD verður samstarfsaðili UEFA á EM 2024 með áherslu á nýorkusamgöngur 

  • BYD, sem er í fararbroddi framleiðenda nýorkubíla í heiminum, verður opinber samstarfsaðili EM í knattspyrnu 2024 með áherslu á rafknúnar samgöngur
  • Þetta er í fyrsta sinn í sögu Knattspyrnusambands Evrópu sem samtarf tekst á milli þess og framleiðanda nýorkubíla
  • Tækninýjungar BYD á sviði rafbíla sem verða í notkun hjá Knattspyrnusambandinu verða kynntar við ýmis tækifæri og á lifandi viðburðum á opinberum stuðningsmannasvæðum.
  • Samstarfið fellur að þeim markmiðum Knattspyrnusambands Evrópu að skipuleggja umhverfisvænasta Evrópumeistaramót frá upphafi vega með áherslu á gleðina í kringum knattspyrnuna og ábyrgð í umhverfismálum.
  • Þetta fellur einnig fullkomlega að markmiðum BYD um framleiðslu á rafknúnum samgöngutækjum með nýsköpun á sviði rafbílaframleiðslu eins og hún gerist best ásamt tilheyrandi rafbílatækni sem undirstrikar þá skýru stefnu BYD að gera rafknúnar samgöngur öllum aðgengilegar á hagkvæmu verði og bjóða um leið upp á hágæða akstursupplifun.
  • Söluaðilar BYD munu einnig bjóða upp á upplifanir og tilboð af margvíslegu tagi. Þá verða haldnir mörg hundruð viðburðir í sýningarsölum BYD um alla Evrópu til að fagna þátttöku BYD í þessu sögufræga knattspyrnumóti og tækifæri gefast til að vinna verðlaun sem kallast „Once in a Lifetime“.

BYD, sem er leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum, verður opinber samstarfsaðili Knattspyrnusambands Evrópu með áherslu á rafknúnar samgöngur á mótinu. Þessi tímamóta samstarfssamningur er sá fyrsti frá upphafi vega sem UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) gerir við framleiðanda nýorkubíla.

BYD fer fremst á sviði framleiðslu nýorkubíla í heiminum og verður opinber samstarfsaðili Knattspyrnusambands Evrópu með áherslu á rafknúnar samgöngur.

Samstarfssamningur BYD fellur að markmiðum Knattspyrnusambands Evrópu um að skipuleggja umhverfisvænna og sjálfbærara Evrópumeistaramót 2024 þar sem saman fer gleðin yfir góðri knattspyrnu og ábyrgð í umhverfismálum. Stefna BYD er að framleiða rafbíla og rafbílatækni sem er framúrskarandi á heimsvísu.  Það er í takt við stefnu fyrirtækisins að skipti í rafdrifna bíla verði evrópskum bílkaupendum aðgengileg, á hagkvæmu verði og á sjálfbæran máta. Um leið verði upplifunin eftirminnileg og byggð á gæðum. Í hlutverki samstarfsaðila Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu 2024 nær BYD til breiðari hóps bílkaupenda og getur nýtt sér þennan stórviðburð til að koma á framfæri ástríðu sinni fyrir gæðaframleiðslu, stöðugri tæknilegri framþróun og kostum heilbrigðrar samkeppni sem leiðir til enn frekari framfara. Drifkrafturinn að baki þessu er umhverfismiðuð stefnumörkun BYD og skýr markmið um að berjast gegn loftslagsbreytingum með nýsköpun og sjálfbærni að stefnumiði.

Evrópumeistaramótið 2024 í knattspyrnu fer fram á tíu glæsilegum leikvöngum í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024. Sem opinber samstarfsaðili með áherslu á rafknúnar samgöngur verður kjarninn í framlagi BYD á sviði sjálfbærni sem fólgin er í fjölbreytilegum flota nýorkubíla fyrir hina ýmsu hagaðila sem koma að leikunum meðan þeir standa yfir.

BYD mun einnig kynna nýjustu gerðir rafbíla og tímamóta tækninýjungar á völdum viðburðum Evrópumeistaramótsins. Kynnt verður skýr sýn framleiðandans á umhverfisvænni og skynvæddari ökutækjalausnir fyrir viðskiptavini og þúsundir knattspyrnuaðdáenda. Auk þess verður BYD með áberandi viðveru á opinberum stuðningsmannasvæðum þar sem knattspyrnuaðdáendum verður boðið að fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum  og annarri skemmtan.

BYD mun síðan standa fyrir röð viðburða á hverju markaðssvæði fyrir sig þar sem viðskiptavinum, væntanlegum viðskiptavinum og knattspyrnuáhugamönnum gefst tækifæri til að njóta gleðinnar og vinna til sérstakra upplifunarverðlauna sem samstarfið býður upp á. BYD mun einnig standa fyrir mörg hundruð atburðum í sýningarsölum BYD um alla Evrópu þar sem þessu risastóra knattspyrnumóti verður fagnað jafnt af knattspyrnuaðdáendum og viðskiptavinum.

„BYD fagnar því innilega að vera samstarfsaðili Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu 2024. Við erum stolt af því að vera fyrsti rafbílaframleiðandinn í slíku samstarfi sem mun gera okkur kleift að kynna nýjustu tækniframfarir okkar í rafbílum fyrir gríðarlegum fjölda manns. Það sem máli skiptir er að samstarfið undirstrikar þá áherslu BYD að dregið verði úr losun koltvísýrings til þess að berjast gegn loftslagsvánni og Evrópumeistaramótið 2024 verður mikilvægur vettvangur til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri,“ segir Michael Shu, framkvæmdastjóri BYD í Evrópu.

Hann bætir við: „Það er margt líkt með þessum tveimur aðilum. Eins og Knattspyrnusamband Evrópu viljum við stuðla að jákvæðri breytingu með jákvæðri upplifun og með skýrri áherslu á markmið. Markmið BYD eru skýr; að gera rafknúnar samgöngur öllum aðgengilegar. Við hlökkum til, sem samstarfsaðilar Evrópumótsins í knattspyrnu 2024, að kynna knattspyrnuáhugamönnum út um allan heim þá fjölbreytilegu og hágæða valkosti sem við höfum upp á að bjóða á þessu sviði; valkosti með tímamóta tæknilausnum sem leiða munu til umhverfismildari framtíðar fyrir íþróttaviðburði á heimsvísu.“

Guy-Laurent Epstein, markaðsstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, segir sambandið spennt að bjóða BYD velkomið til samstarfsins. „BYD er brautryðjandi vörumerki með 29 ára sögu í framleiðslu og þróun á hátæknivæddum rafhlöðulausnum, gott orðspor fyrir nýsköpun á sviði nýorkubíla og heimsins stærsta rafbílaframleiðanda. Samstarfið fellur fullkomlega að þeirri sýn Knattspyrnusambandsins að stuðla að umhverfisvænna og sjálfbærara Evrópumeistaramóti með því að tvinna saman spenninginn yfir sjálfu mótinu og þá skýru stefnu sem Knattspyrnusamband Evrópu hefur mótað til ábyrgðar á sviði umhverfismála.”

Hann bætir við: „BYD er skammstöfun fyrir Build Your Dreams, sem fellur fullkomlega að Evrópumeistaramótinu þar sem taka þátt leikmenn og lið sem af ástríðu og ósérhlífni hafa byggt sína drauma um góðan árangur inni á knattspyrnuvöllunum og að fá að lyfta hinum eftirsótta Henri Delaunay verðlaunagrip í Berlín 14. júlí næstkomandi.“

BYD var stofnað árið 1995. Snemma hafði fyrirtækið sérhæft sig endurhlaðanlegum rafhlöðum og hefur síðan verið eindreginn talsmaður sjálfbærrar þróunar. BYD hefur með góðum árangri látið að sér kveða í framleiðslu á nýorkubílum í sex heimsálfum, í yfir 70 löndum og svæðum og yfir 400 borgum. Önnur tímamót urðu í sögu BYD á síðasta ári þegar fyrirtækið seldi alls 3,02 milljónir nýorkubíla.

Allt frá því BYD kom fyrst inn á fólksbílamarkaðinn í Evrópu árið 2022 hefur fyrirtækið fest sig þar í sessi með opnun 230 sölustaða í 19 löndum og markaðssetningu á fimm nýjum nýorkubílum. Á þessu ári býr BYD sig undir að setja á markað þrjár nýjar gerðir í Evrópu og byggja þannig upp enn breiðara vöruúrval í álfunni. Önnur mikilvæg tímamót í alþjóðlegri útrás verður frumkynning á DENZA í Evrópu, undirmerki BYD.

Í samræmi við alþjóðlega vörumerkjasýn sína um að „kæla jörðina um 1°C“, hefur BYD skuldbundið sig til að styrkja stefnu sína með samstarfi með framúrskarandi samstarfsaðilum í Evrópu. Þetta mun hjálpa til við að auðvelda vistvæna umbreytingu í samgöngum í Evrópu og víðar, sem á endanum styrkir sjálfbærari þróun á heimsvísu.

Ljósmyndir og myndbönd frá BYD er að finna á eftirfarandi slóð:

https://www.byd.com/eu/image-bank.html