BYD opnar á Íslandi
Fulltrúar frá RSA, BYD Evrópu, BYD Íslandi, fjölmiðlamenn og stórir flotakaupendur voru viðstaddir opnun BYD á Íslandi fyrir skemmstu. Opnunin markar innreið BYD á íslenska bílamarkaðnum með RSA sem samstarfsaðila.
RSA greindi frá því í febrúar að fyrirtækið hefði verið valið samstarfsaðili fyrir BYD fólksbíla í Finnlandi og Íslandi til viðbótar við Noreg. Og nú hefur sala á BYD hafist á Íslandi eftir stóra sýningu á fólksbílum frá framleiðandanum í síðasta mánuði.
Dagurinn hófst á fróðlegum blaðamannafundi þar sem þátttakendur kynntust sýn og áætlunum BYD á íslenskum markaði. Að kynningunni lokinni fengu allir þátttakendur að reynsluaka BYD Tang 4×4, BYD Han og BYD Atto3, sem allir þrír verða hluti af vöruframboðinu á Íslandi.
Vatt ehf. er viðurkenndur söluaðili á bílum á Íslandi. Fyrirtækið verður samstarfsaðili RSA í tengslum við sölu og dreifingu í gegnum nýja BYD umboðið í Reykjavík. Fyrir er Vatt ehf. söluaðili BYD atvinnubíla á Íslandi og nú bætist í flóruna rafknúnir BYD fólksbílar.
„Við höfum átt gott samstarf við RSA í mörg ár og fögnum því að útvíkka það enn frekar. Við höfum mikla trú á því að BYD verði vel tekið á Íslandi, þar sem áhugi og spurn eftir rafknúnum bílum vex stöðugt. Með breiðu úrvali ökutækja og háþróaðri tækni ætti ekkert að standa í veg fyrir velgengni BYD á Íslandi,“ segir Úlfar Hinriksson, framkvæmdastjóri og eigandi Vatt ehf.
Viðstaddur opnunin var einnig Ralf van Meer, markaðsstjóri BYD Evrópu.
„Opnun BYD á Íslandi er spennandi skref fyrir BYD og enn frekari styrking á samstarfi RSA og BYD. Við erum sannfærðir um góðar móttökur á BYD hér á landi,“ sagði van Meer.
Árið 2021 var Noregur valinn til að hefja innreið rafknúinna fólksbíla frá BYD inn á evrópskan markað. Þá var um leið rafknúni sjö sæta bíllinn BYD Tang settur þar á markað. Haustið 2022 hóf BYD starfsemi á fleiri mörkuðum í Evrópu og setti þá um leið BYD Atto3 og BYD Han á markað í álfunni.
Um BYD
BYD Company Ltd. er eitt stærsta fyrirtæki í Kína í einkaeigu. Allt frá því fyrirtækið var stofnað árið 1995 hefur vöxtur þess verið hraður og byggð hefur verið upp innan fyrirtækisins staðgóð sérfræðiþekking á endurhlaðanlegum rafhlöðum og sjálfbærri þróun. Starfsemi BYD nær nú til nokkurra sviða, þ.á.m. bíla, rafeindatækni, orku og járnbrautasamgangna. Þá hefur BYD lagt mikla áherslu á endurnýjanlega orkugjafa á heimsvísu og er með starfsemi í yfir 70 löndum og svæðum.
Innleiðing orkuvistkerfis með núlllosun, sem samanstendur af sólarorkuframleiðslu á viðráðanlegu verði, áreiðanlegri orkugeymslu og byltingarkenndum rafknúnum samgöngum, hefur gert BYD að leiðandi afli í orku- og samgöngugeiranum. BYD er eini bílaframleiðandi heims sem einnig framleiðir rafhlöður, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.
BYD er skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Hong Kong og Shenzhen.
Um RSA
RSA er norður-evrópskur innflytjandi bíla til tólf landa og opinber dreifingaraðili BYD fólks- og atvinnubíla í Noreg, Finnlandi og Íslandi og innflytjandi BYD atvinnubíla í Svíþjóð og Danmörku. Fyrirtækið er í einkaeigu og nær saga þess allt aftur til 1936. RSA hefur í gegnum tíðina markaðssett sterk vörumerki á fjölmörgum mörkuðum. Með samstarfi RSA og BYD verður stigið enn eitt skref inn í framtíð bílsins með innleiðingu 100% rafknúinna bíla í núverandi framleiðslulínu og bílum sem verða kynntir í framtíðinni.
RSA hefur nú þegar byggt upp BYD sölunet sem nær yfir öll Norðurlöndin.