BYD í úrslit fyrir Heimsbíl ársins 2024
Verðlaunanefnd World Car verðlaunanna kynnti á bílasýningunni í Genf, sem nú stendur yfir, þrjá efstu keppendur um verðlaunin fyrir árið 2024. Tvær gerðir BYD, BYD SEAL og BYD DOLPHIN, sköruðu fram úr fjölda annarra tilnefndra bíla og eru í þremur efstu sætunum í flokkunum „Heimsbíll ársins” (World Car of the Year) og „Borgarbíll heimsins” (Urban Car of the Year) og komast því áfram í lokaumferð valsins. Þetta er sögulegt á heimsvísu því BYD er fyrsti og eini bílaframleiðandinn frá Kína sem kemst í þriggja keppenda úrslit í flokknum „Heimsbíll ársins“.
World Car verðlaunin, ásamt verðlaununum Bíll ársins í Evrópu og Bíll ársins í Bandaríkjunum, eru talin þau þrjú mikilvægustu í heiminum sem bílaframleiðendur geta hreppt. World Car verðlaunin hafa verið nefnd Óskarsverðlaun bílaframleiðenda en þau þykja sérsaklega mikilvæg vegna alþjóðlegrar skírskotunar sinnar. Valið er því einn stærsti viðburðurinn í alþjóðalegum bílaiðnaði ár hvert. Einstök frammistaða BYD í valinu til þessa undirstikar stöðu merkisins sem leiðandi framleiðanda nýorkubíla á heimsvísu.
Þessar tvær gerðir bíla frá BYD vöktu áhuga yfir 100 sérfræðinga á sviði bílaumfjöllunar frá 29 löndum fyrir sérstaka hönnun, háþróaða tækni og öflugan öryggisbúnað. Á síðasta ári fengu BYD SEAL og BYD DOLPHIN fullt hús stiga og fimm stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP og ANCAP. BYD SEAL komst þá einnig í úrslit í vali á Bíls ársins í Evrópu 2024.
BYD er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu og þróun nýorkubíla. Þau tímamót urðu á síðasta ári að yfir 3 milljónir nýorkubílar af BYD gerð seldust sem tryggði stöðu þess sem mest selda merkið í heiminum annað árið í röð. BYD er nú hópi tíu stærstu bílaframleiðenda heims, fyrst kínverskra bílaframleiðenda.
Nýorkubílar BYD hafa náði sterkri markaðsstöðu í yfir 70 löndum og svæðum í sex heimsálfum og í yfir 400 borgum. Á síðasta ári var BYD söluhæsti framleiðandi nýorkubíla á fjölda alþjóðlegra markaða, eins og til dæmis íTælandi, Singapore, Kólumbíu og Brasilíu þar sem bílar framleiðandans hafa öðlast miklar vinsældir og tiltrú bílkaupenda.
BYD hefur skuldbundið sig til að byggja upp með tækninýjungum alhliða nýja orkulausn með núlllosun í samræmi við stefnu World Car verðlaunanna um stöðuga nýsköpun í bílageiranum. Markmið BYD er að stuðla að ríkari ferðaupplifun neytenda og vera í fararbroddi í vexti í framleiðslu á nýorkubílum ásamt því að leggja með virkri þátttöku sitt af mörkum til umbreytingar og framfara innan bílaiðnaðarins. Þegar litið er fram á veginn ætlar BYD staðfastlega að fylgja þeirri framtíðarsýn að „kæla jörðina um 1°C“, knýja fram græna umbreytingu bílaiðnaðarins með lægri losun og sjálfbærri þróun á heimsvísu.