BYD eykur úrvalið í Evrópu með nýjum BYD SEAL U:
Hagkvæmur, rúmgóður, þægilegur, fjölskyldu- og umhverfisvænn rafknúnn sportjeppi

  • Rafknúinn fimm sæta sportjeppi í D-stærðarflokki – rúmgóður, hagkvæmur, öruggur og þægilegur fjölskyldubíll, hlaðinn háþróuðum tæknibúnaði.
  • BYD SEAL U er í boði með yfirgripsmiklum og háþróuðum tæknibúnaði, hágæða frágangi í stjórnrými og öryggisbúnaði eins og hann gerist mestur.
  • Þetta er þriðji bíllinn í Ocean hönnunarlínunni og verður fáanlegur í tveimur búnaðarútfærslum, hvor um sig með sinni eigin aflrásarútfærslu og afburða afkastagetu.
  • BYD Blade rafhlaðan er einstök hönnun og laus við kóbalt. Hún setur ný viðmið í öryggi, endingu, stöðugleika og orkuþéttleika. Drægið er allt að 500 km.
  • Skynrænt kerfi í stjórnrými með snjöllum tengingum og tímamóta afþreyingar- og upplýsingakerfi, þar á meðal fjarstýrðum aðgerðum í gegnum BYD appið.
  • Hátt öryggisstig með úrvali af háþróuðum öryggisbúnaði.
  • Nýr BYD SEAL U verður fáanlegur í Evrópu í febrúar 2024.
  • Allar upplýsingar um BYD SEAL U er að finna í gagnvirku vöruupplýsingabókinni: https://view.publitas.com/n11/byd-seal-u-interactive-product-guide/

BYD, sem er leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum, eykur úrval sitt í Evrópu með rafknúnum BYD SEAL U. Hann er fjölhæfur og framtíðarmiðaður sportjeppi í D-stærðarflokki og U-ið í nafninu vísar til Utility. Um er að ræða kjörinn fjölskyldubíl, hagnýtan með miklu rými, þægindum í farþegarými ásamt stílhreinni hönnun, miklu verðgildi og ríkulegum búnaði í staðalgerð. Þessu til viðbótar byggir SEAL U á hágæða efnisvali og háþróuðum öryggisbúnaði, tengingum og þægindabúnaði. Drægi bílsins er allt að 500 km sem gerir alla notkun þægilegri og afslappaðri. BYD SEAL U verður fáanlegur í tveimur útfærslum og sala hefst í febrúar 2024.

BYD SEAL U bætist nú í hóp BYD SEAL og BYD DOLPHIN í Ocean hönnunarlínunni sem byggir á Ocean Aesthetics hönnunarnálguninni. Það sem einkennir sportjeppann að framan er aðlaðandi X-laga form með ávölum og bogadregnum formflötum. U-laga framljós eru óaðfinnanlega felld inn í vélarhlífina og skapa áberandi og einkennandi útlitsform Ocean línunnar. Tvöfaldar framljósalugtirnar draga enn frekar fram hátæknivætt yfirbragð bílsins.

Flæðandi útlitslínur með jafnvægi í hlutföllum ná niður á hliðar bílsins þar sem sterkleg mittislínan teygir sig frá framljósum að afturljósum. 19 tommu álfelgur með pússuðum, svörtum felgurimum með gljáandi áferð setja sterkan svip á bílinn. Breið form í hönnun á afturenda fara vel saman við ávöl formin í framhluta bílsins og saman skapar þessi nálgun samræmi og jafnvægi í hlutföllum. Afturstuðarinn er skreyttur svörtum og silfurlitum smáatriðum og útlit LED afturljósanna minnir á form vatnsdropa sem vísar til Ocean Aesthetics hönnunarmálsins.

Hágæða innanrými

Að innan býður BYD SEAL U upp á hágæða upplifun með smekklegri samsetningu á nútímalegri og glæsilegri hönnun, flötum sem eru mjúkir viðkomu, hágæða frágangi og fjöllita umhverfislýsingu sem umlykur innanrýmið.  Sæti, hluti af mælaborði, dyraklæðningar og miðjustokkur er klæddur vegan leðri með tvöföldum saumum í öðrum lit. „Legacy“ gírskiptiborðinu fylgir glæsilega hannaður kristal gírskiptihnúður sem endurómar uppruna hönnunarþemans sem er hafið. Lykilatriði í hönnun bílsins, eins og þægindi, notagildi og vellíðan um borð  í SEAL BYD U endurspeglast svo í stórum framsætum sem eru með rafstýrðum stillingum og koma með upphitun og kælingu í staðalgerð. Frekari staðfesting á háu tæknistigi bílsins blasir við í tveimur stórum, stafrænum skjám. Þeir stuðla að enn frekari þægindum og notagildi því þeir eru einkar læsilegir, snertistýrðir og með innsæisvirkni. Stór, opnanleg sóllúga veitir birtu og fersku lofti inn í farþegarýmið. PM2.6 loftsían tryggir að farþegar anda að sér tæru lofti. Kerfið er fáanlegt með lofthreinsibúnaði.

Mál og notagildi

BYD SEAL U býr yfir öllum þeim eiginleikum að gera hann að þægilegum fjölskyldubíl með hámarks notagildi. Hann er þó stærðinni minni en sjö sæta BYD TANG sem núna stendur líka bílkaupendum í Evrópu til boða. BYD SEAL U er fimm sæta sportjeppi í D-stærðarflokki. Hann er 4.785 mm langur, 1.890 mm breiður og 1.668 mm hár. Hjólhafið er 2.765 mm og það ásamt flatri gólfhönnun tryggir farþegum í aftursætum mikið fótarými. Farþegarými SEAL U er einstaklega hljóðlátt og titringshávaði, NVH, er með minnsta móti. SEAL U er sportjeppi sem hentar vel fjölskyldum og af þeim sökum var mikil áhersla lögð á að hámarka notagildi bílsins. Í þessu skyni er hægt að fella niður aftursætin í tvennu lagi (60:40), til að auðvelda það stækka plássið í farangursrýminu úr 552 lítrum í 1.440 lítra. Einnig er horft til aukins notagildis með geymsluhirslum sem eru einkar þægilegar í notkun, tveimur glasahöldurum í miðjustokki, fjórum USB innstungum og þráðlausri farsímahleðslu fyrir allt að tvo farsíma í senn. V2L-aðgerð rafhlöðunnar í BYD SEAL U, (Vehicle-to-load), býður upp á sérstaklega hagnýtan og gagnlegan eiginleika á svæðum þar sem hvergi er hægt að komast í rafmagn því þá virkar bíllinn sem færanlegur orkugjafi fyrir önnur raftæki.

BYD Blade rafhlöðutæknin

Eins og í öllum fólksbílum BYD í Evrópu er staðalbúnaður með BYD SEAL U hin einstaka, kóbaltfría Blade rafhlaða, sem BYD þróaði með það að meginmarkmiði að hámarka öryggi rafhlöðunnar, endingu, líftíma, afkastagetu og nýtingu á rými. Rafhlöðusamstæðan er uppbyggð af fjölmörgum löngum þynnum sem minna raunverulega á grasstrá. Hún styðst við liþíum-járn-fosfat (LFP)  sem bakskautsefni sem eykur öryggi rafhlöðunnar, endingu og hitastöðugleika hennar. Rafhlaðan í SEAL U er með orkuþéttleika upp á 145 Wh/kg sem er hið mesta sem þekkist í rafhlöðum fólksbíla. Sýnt hefur verið fram á óvenjuhátt öryggisstig Blade rafhlöðunnar sjálfrar (myndband) þegar hún fór fram úr þeim kröfum sem gerðar er til rafhlaða í hinu svonefnda naglaprófi.  Naglaprófið líkir eftir afleiðingum alvarlegs umferðarslyss og er nákvæmasta leiðin til að prófa hitauppstreymi rafhlöðu.

Tvær aflmiklar útfærslur á aflrásum

BYD SEAL U verður boðinn í tveimur búnaðarútfærslum (Comfort og Design), hvor með sína eigin útfærslu á aflrás. Báðar útfærslurnar eru knúnar áfram af kraftmiklum, samstilltum segulmögnuðum rafmótorum og eru framhjóladrifnar. Hámarks afköst eru 160 kW og allt að 330 Nm tog strax úr kyrrstöðu. Hámarkshraði SEAL U er 175 km/klst.

Comfort útfærslan kemur með 71,8 kWst rafhlöðu og drægið er allt að 420 km (WLTP í blönduðum akstri).  Design útfærslan kemur með 87 kWst rafhlöðu og enn meira drægi eða allt að 500 km (WLTP í blönduðum akstri).  Staðalbúnaður í BYD SEAL U er 11 kW, 3ja fasa innbyggð AC hleðslueining og bíllinn getur tekið á móti DC háhraðahleðslu allt að 140 kW. Þetta þýðir að það tekur einungis 27 til 28 mínútur að hlaða Blade rafhlöðuna úr 30% hleðslu í 80% hleðslu. Mikið drægi og lág orkunotkun BYD SEAL U næst ekki eingöngu með hinni byltingarkenndu Blade rafhlöðu og lágri loftmótstöðu, 0.32 Cd, heldur einnig í gegnum einkar skilvirka 8-1 rafaflrás.  Með þessari tækni eru átta lykil íhlutir sameinaðir í einni einingu sem tryggir hámarks nýtingu á rými og 88% skilvirkni kerfisins. Þessu til viðbótar er mikil samvirkni milli BYD 8-1 aflrásarinnar og afkastamikils varmadælukerfis sem stýrir með nákvæmum hætti hitastigi rafhlöðunnar til að fá sem mest út úr henni við allar aðstæður og veðurskilyrði.

Skynrænt kerfi í stjórnrými og BYD app

BYD SEAL U er hlaðinn þæginda- og tæknibúnaði og ríkulega búinn í staðalgerð. Hann er hagkvæmur valkostur í öllum samanburði. Meðal þess sem SEAL U státar af eru snjalltengingar og upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem líka er hægt að stýra í gegnum smáforrit í snjallsímanum. Skynræna kerfinu í stjórnrýminu er stýrt í gegnum 12,8 eða 15,6 tommu skjáina sem eru með rafstýrðri snúningsvirkni. Með þeirri aðgerð er hægt að  hafa skjáinn í lóðréttu eða láréttu sniði.  Margvíslegar upplýsingar fyrir ökumann birtast einnig á 12,3 tommu skjánum í ökumælaklasanum. Skynræna kerfið í stjórnrýminu býður einnig upp óviðjafnanlegar og persónulegar tengingar með 4G tengingu með Spotify og HERE leiðsögn, tengingu snjallsíma í gegnum Android Auto eða Apple CarPlay og raddstýrikerfi sem virkjað er með skilaboðunum „Hi BYD“. Kerfið styðst við sjálfsupphleðsluaðgerð, Over-The-Air (OTA), og er þannig að öllu leyti stöðugt uppfært.

BYD SEAL U gengur þó skrefinu lengra hvað nettengingar varðar. Þetta gerist með BYD appinu í snjallsímanum eða öðrum snjalltækjum sem opnar fyrir stýringu á fjölmörgum aðgerðum úr fjarlægð. Með þessum hætti er til dæmis hægt að læsa og aflæsa hurðum, loka gluggum sem eru opnir og stjórna miðstöðinni, hitun og kælingu á sætum, kveikja á neyðarljósum eða þeyta bílflautuna. Einnig er hægt að sjá hleðslutíma og drægi. Það er jafnvel hægt að aflæsa bílnum með snjallsímanum í gegnum NFC aðgerðina.

Háþróuð öryggistækni

Eins og í öllum öðrum gerðum BYD setur framleiðandinn sér háa staðla hvað varðar virkt og óvirkt öryggi. BYD SEAL U hefur verið hannaður með það að markmiði að vera einn af öruggustu fjölskyldusportjeppunum sem í boði eru. Hann er smíðaður að miklu leyti úr hástyrktarstáli og er með ofursterku varnarþili sem ver rafhlöðusamstæðuna. Auk þess er SEAL U einnig með sérhönnuðum undirvagni með tilliti til traustra aksturseiginleika og MacPherson framfjöðrun og fjölliðafjöðrun að aftan tryggir öruggt veggrip í öllum aðstæðum.

BYD SEAL U er í staðalgerð búinn margvíslegum akstursstoðkerfum (ADAS) af háþróaðri gerð sem fylgjast með annarri umferð, aðvara ökumann og grípa jafnvel inn í atburðarásina til að koma í veg fyrir umferðarslys. Kerfin styðjast við fjórar ratsjár og eina myndavél. Akstursstoðkerfin eru árekstrarvari að framan, sjálfvirk neyðarhemlun, hraðastillir með aðlögun, árekstrarvari að aftan, hliðarumferðarvari að aftan, akreinavari, skynrænn hraðatakmörkunarvari, blindblettsvari ásamt mörgum öðrum kerfum. Design útfærslan kemur einnig með framrúðuskjá. Við akstur að næturlagi er hægt að reiða sig á LED ljósabúnaðinn sem eykur til muna útsýni úr bílnum og hágeislavari og framljós með aðlögunarhæfni eru staðalbúnaður. Myndavél sem varpar upp 360° mynd af umhverfi bílsins á miðjuskjáinn auðveldar ökumanni að stjórna bílnum í þrengslum. Með því að sameina myndir úr mörgum gleiðhornsmyndavélum virðist sem ökumaður fylgist með úr stuttri fjarlægð hvernig hann sjálfur stjórnar bílnum.

BYD SEAL U fáanlegur í febrúar

Sala á nýjum BYD SEAL U í Evrópu hefst í febrúar 2024. Bíllinn verður boðinn í tveimur búnaðarútfærslum – Comfort og Design, og hvor um sig er með sína útfærslu á aflrás. Í boði verða sex litir á yfirbyggingu og tveir litir á innréttingum. BYD miðar að því að bjóða bílinn á samkeppnishæfu byrjunarverði sem verður 42.000 evrur. Endanlegt verð verður kynnt þegar markaðssetning hefst. BYD SEAL U fylgir 6 ára/150.000 km ábyrgð frá framleiðanda, 8 ára/200.000 km ábyrgð á að minnsta kosti 70% af upphaflegri afkastagetu rafhlöðunnar og 8 ára/150.000 km ábyrgð á rafmótor.

Helstu tæknitölur, BYD SEAL U Comfort (C) & Design (D)

Mál (L/B/H) 4.785 / 1.890 / 1.668 mm
Hjólhaf 2.765 mm
Drif Front-wheel drive (FWD)
Hámarkshraði 175 km/h
Hámarks afköst 160 kW
0-100 km/klst hröðun 9,3 sek (C) / 9,6 sek (D)
Stærð hjólbarða 235/50 R19
Drægi (WLTP, í blönduðum akstri) 420 km (C) / 500 km (D)
Farangursrými 552 – 1.440 lítrar
Gerð rafhlöðu BYD Blade rafhlaða (LFP)
Metin afköst 71,8 kWst (C) / 87,0 (D) kWst
Hleðsluafl (AC) 11 kW AC (3ja fasa)
Hleðsluafl (DC) 115 kW (C) / 140 kW (D)
DC hleðslutími (SOC 30-80%) 27 mín (C) / 28 mín (D)
Varmadæla Staðalbúnaður
V2L aðgerð Staðalbúnaður

 

Ljósmyndir og myndbönd frá BYD er hægt að nálgast hér: https://www.byd.com/eu/image-bank.html

Vörupplýsingabækling um SEAL U má nálgast hér: https://view.publitas.com/n11/byd-seal-u-interactive-product-guide/

Um BYD

BYD (Build Your Dreams) er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og tækninýjungum til framfara fyrir jarðarbúa. BYD er nú með starfsemi á fjórum sviðum, á sviði bílaframleiðslu, járnbrautasamgangna, nýorku og rafeindatækni. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og hefur á skömmum tíma byggt upp trausta sérþekkingu á endurhlaðanlegum rafhlöðum og er eindreginn talsmaður sjálfbærrar þróunar. Unnið er að sjálfbærum orkulausnum fyrirtækisins á alþjóðavísu í yfir 70 löndum og svæðum.    Stefna fyrirtækisins um orkulausnir með núlllosun sem innifelur sólarorku á hagstæðu verði, áreiðanlegar orkugeymslustöðvar og hátæknivæddar, rafknúnar samgöngur, hefur leitt það til forystu meðal fyrirtækja í orku- og samgöngugeiranum.

Meðal fjárfesta í BYD er fyrirtæki í eigu Warren Buffet og BYD er skráð í kauphallirnar í Hong Kong og Shenzhen.

BYD Evrópa er með höfuðstöðvar í Hollandi og er fyrsta útstöð BYD samstæðunnar með það hlutverk að  þróa áfram hið alþjóðlega vörumerki BYD Auto á sviði öruggra, skilvirkra og sjálfbærra lausna fyrir nýorkubíla með tímamóta tækninýjungum.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á  www.byd.com.

Tengiliður:

Evrópa: Penny Peng, markaðs- og samskiptastjóri, PressEU@byd.com sími: +31-102070888