BYD frumkynnir nýjar gerðir og leiðandi tvinnaflrásartækni fyrir Evrópu á bílasýningunni í Genf  

  • Kynning á Super DM (Dual Mode) tækninni: Fyrsti tengiltvinnbíll BYD í Evrópu með Super DM tækninni kynntur á bílasýningunni í Genf
  • Ný gerð BYD TANG, sem er nýstárlegur, 7 sæta, fjórhjóladrifinn og alrafmagnaður borgarjeppi með hágæða búnaði, verður kynntur á sýningunni
  • BYD frumkynnir lúxusbílamerki sitt YANGWANG í Evrópu. Kynntur verður til sögunnar hátindurinn í nýsköpun í nýorkubílatækni í heiminum. YANGWANG U8 verður í sviðsljósinu
  • BYD kynnir DENZA D9 í fyrsta sinn á bílasýningunni í Frankfurt 2023. Þetta undirmerki BYD í lúxusbílaflokki heldur áfram að heilla Evrópubúa. Nú beinist kastljósið að DENZA N7 á bílasýningunni í Genf
  • BYD verður í Höll 4, bás 4221, á bílasýningunni í Genf. BYD verður á glæsilegu, nærri 1,000 m2 sýningarsvæði. Blaðamannafundur BYD er ráðgerður mánudaginn 26. febrúar klukkan 11:45.

BYD er leiðandi fyrirtæki meðal framleiðenda nýorkubíla og rafhlaða í heiminum. BYD hefur valið bílasýnininguna í Genf sem vettvang fyrir frumsýningar á fjölmörgum gerðum bíla, undirmerkja og nýsköpunar á sviði nýorkutækni.  BYD afhjúpar BYD SEAL U DM-I í fyrsta sinn í Evrópu á sýningunni, kynnir Evrópubúum BYD Super DM (Dual Mode) tæknina sem er sannkallaður leikbreytir í skynvæddri tengiltvinnbílatækni. Þá verður ný gerð BYD TANG kynntur. Þessi tilkomumikli 7 sæta, fjórhjóladrifni og alrafmagnaði borgarjeppi hefur verið uppfærður og endurhannaður. Öllum að óvörum kynnir BYD einnig tvö nýstárleg undirmerki á bílasýningunni í Genf, YANGWANG og DENZA, sem eru skólabókardæmi um tæknilega fullkomnun og til marks um hvað þessi lúxusmerki standa fyrir.

BYD eykur vöruúrval fyrir Evrópu með nýjum gerðum og leiðandi tækni

Frá því BYD kom inn á Evrópumarkað hafa sex rafbílar verið kynntir fyrir evrópskum bílkaupendum; BYD ATTO 3 (borgarjeppi í C-stærðarflokki), BYD HAN (fólksbíll í E-stærðarflokki), BYD TANG (borgarjeppi í E-stærðarflokki), BYD DOLPHIN (hlaðbakur í C-stærðarflokki), BYD SEAL (fólksbíll í D-stærðarflokki) og BYD SEAL U (borgarjeppi í D-stærðarflokki). Í Genf verður kynntur nýr fjölskyldumeðlimur BYD SEAL U EV SUV. Það er tengiltvinnútfærslan BYD SEAL U DM-i sem búinn er hinni háþróuðu Super DM (Dual Mode) tækni. Þessi útfærsla felur í sér skilvirka, hagnýta og umhverfismiðaða lausn fyrir daglegar samgönguþarfir og áhyggjulausar langerðir. BYD SEAL U DM-i verður settur á markað í þeim Evrópulöndum þar sem innviðauppbygging við hleðslu rafbíla er skemmra á veg komin og fyrir bílkaupendur sem leita ökutækja með öllum kostum rafbílsins án þess að þurfa að fórna dræginu.

Splunkunýr 7 sæta, fjórhjóladrifinn og alrafmagnaður BYD TANG borgarjeppi verður líka frumsýndur í Genf. Þessi skynvæddi og fjölskyldumiðaði borgarjeppi státar af miklu notagildi og þægindum. Hann er hraður í hleðslu, með auknu drægi upp á 530 km (WLTP í blönduðum akstri) og er feykilega aflmikill. Skömmu fyrir Evrópukynninguna hlaut BYD TANG fullt hús stiga, eða 5 stjörnur, í öryggisprófunum EURO NCAP sem endurspeglar þá miklu áherslu sem lögð er á öryggi og sjálfbærni hjá BYD.