7 milljónasti nýorkubíll BYD

BYD, leiðandi framleiðandi nýorkubíla og rafhlaða, varð fyrstur framleiðenda til að framleiða 7 milljónir nýorkubíla 25. mars síðastliðinn. Bíllinn sem um ræðir, Denza N7, var afhjúpaður við sérstaka athöfn í verksmiðjunni í Jinan í Kína og varð þar með tákn fyrir þetta tímamóta skref hjá framleiðandanum.

Það var í maí 2021 sem BYD framleiddi milljónasta nýorkubíl sinn en hafði með skjótum hætti þrefaldað fjölda framleiddra bíla átján mánuðum síðar og ekki liðu nema níu mánuðir til viðbótar þegar framleiðslan fór yfir 5 milljónir bíla.  Einungis liðu svo sjö mánuðir þar til BYD náði 7 milljón bíla markinu sem er til marks um sterka aðfangakeðju og stærðarhagkvæmni fyrirtækisins.

Árið 2023 jókst samanlögð sala BYD og tengdra merkja nýorkubíla um 3,02 milljónir bíla sem tryggði stöðu BYD sem leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum.

Fjöldi mismunandi gerða úr breiðri vörumerkjalínu BYD voru stöðugt á lista yfir mest seldu gerðir innan einstakra flokka.

Með virkri þátttöku á alþjóðlegum mörkuðum gerði BYD sig enn frekar gildandi á alþjóðavísu á árinu 2023. Mikill vöxtur varð í sölu á nýorkubílum utan lands og náði salan yfir 240.000 bílum sem var 337% söluaukning milli ára. BYD varð með því leiðandi útflytjandi á nýorkubílum í Kína á árinu 2023.

Fram til þessa hafa nýorkubílar BYD og tengdra merkja á fólksbílamarkaði verið kynntir í 64 löndum og svæðum út um allan heim. Fjárfest hefur verið með stefnumarkandi hætti í verksmiðjum í Tælandi, Brasilíu, Úsbekistan og Ungverjalandi. BYD varð enn fremur á þessu ári opinber samstarfsaðili Evrópusambandsins í knattspyrnu á EM 2024 og verða ökutæki framleiðandans því sýnileg á stærsta sviði heimsins.

Litið til framtíðar hefur BYD skuldbundið sig auka sýnileika framleiðsluvara sinna, tækni og vörumerkisins á alþjóðlegum mörkuðum og leggja þannig áfram sitt af mörkum til að þróa alþjóðlegan bílaiðnað í átt að umhverfisvænni tímum.