BYD söluhæsti rafbíllinn á Íslandi í júlí

BYD er söluhæsti rafbíllinn á Íslandi í júlí og fór fram úr öllum samkeppnisaðilum á ört vaxandi rafbílamarkaði á landinu. BYD lítur á þetta sem merkan áfanga í því markmiði að auka markaðshlutdeild sína á Norðurlöndum.

BYD var settur á markað á Íslandi sumarið 2023 í samstarfi við RSA og Vatt. Frá þeim tímamótum hefur Vatt styrkt stöðu sína á markaðnum með sterku og reynslumiklu starfsmannateymi og staðið meðal annars fyrir opnun á nýjum og nútímalegum BYD sölusal. Þetta markvissa átak hefur skilað sér í miklum vexti og velgengni á íslenskum markaði.

Þessi árangur endurspeglar ekki aðeins styrk BYD vörumerkisins í landinu heldur einnig vaxandi áherslu á sjálfbærar samgöngulausnir á Íslandi.

„Við erum stolt af því að BYD hefur á skömmum tíma orðið markaðsleiðandi á Íslandi. Þetta sýnir að bílar frá okkur eru af miklum gæðum og á samkeppnishæfu verði til bílkaupenda. Auk þess hefur frábært starfsfólk Vatt lagt sitt af mörkum til að þessi árangur náðist. Við hlökkum til að halda áfram að þróa og bjóða BYD bíla til viðskiptavina okkar á Íslandi,“ segir Frank Dunvold, framkvæmdastjóri RSA.

Ísland er lítill markaður í hinu alþjóðlega samhengi og hér á landi er sala til bílaleiga um það bil 50% af heildarsölunni. Það sem gerir niðurstöðuna enn merkilegri er að um 85% af sölu á BYD í júlímánuði er til einstaklinga. Til samanburðar myndi þetta þýða sölu á 9.000 bílum í Þýskalandi á einum mánuði.