BYD kynnir fjölbreytilegan flota nýorkubíla á bílasýningunni í Genf. Frumkynning á byltingakenndu Super DM tækninni
BYD kynnti alls átta nýjar gerðir nýorkubíla á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. BYD kynnti einnig á blaðamannafundi Super DM, byltingarkennda tækni sem BYD hefur þróað. Einnig var kynntur sérstaklega SEAL U DM-i, fyrsti tengiltvinnbíll BYD fyrir Evrópu. Bíllinn er tímamótaskref fyrir það stefnumið BYD að stuðla að umhverfisvænni samgöngum og orkuskiptum í álfunni.
Á blaðamannafundinum kynnti BYD í fyrsta sinn nýja tækni fyrir evrópskum bílakaupendum, Super DM tæknina sem þróuð var innan fyrirtækisins. Sömuleiðis var sérstaklega kynntur BYD SEAL U DM-i tengiltvinnbíllinn sem búinn er þessari tækni. Í bílnum fer saman orkusparneytin, hagnýt og umhverfismiðuð lausn til daglegra samgönguþarfa og fyrir lengri akstursvegalengdir. BYD SEAL U DM-i kemur á markað í Evrópulöndum þar sem hleðsluinnviðir eru skemmra á veg komnir en annars staðar og í þeim löndum Evrópu þar sem bílkaupendur sækjast eftir ökutækjum með öllum kostum rafbílatækninnar og án þess að nokkru sé fórnað í akstursdrægi. BYD SEAL U DM-i kemur á markað í Evrópu á öðrum ársfjórðungi 2024. Honum er ætlað að uppfylla samgönguþarfir evrópskra bílkaupenda með skilvirkni og orkusparandi akstursupplifun.
„Við kynntum fyrstu kynslóð DM tækninnar í þessum sama sal í Genf fyrir nákvæmlega 16 árum,“ sagði Michael Shu, framkvæmdastjóri BYD Evrópu. „Tæknina kynntum við í fyrsta tengiltvinnbíl heims með DM tækni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og núna segjum við með ánægju frá Super DM tækninni. Tækni sem hefur þróast mikið milli kynslóða. Super DM felst í einkar skilvirku rafrænu kerfi sem forgangsraðar raforkunotkun megnið af aksturstímanum sem leiðir til umtalsvert minni eldsneytisnotkunar og allt að 115 km drægi eingöngu fyrir rafmagni. Fyrir vikið hefur tengiltvinnbíllinn einnig mun meira heildar akstursdrægi, eða yfir 1.000 km, þegar hann er fullhlaðinn og með fullan eldsneytistank. Hann er því augljóslega hagkvæmari valkostur fyrir mun fleiri bílkaupendur. Fyrir dyrum stendur Evrópukynning á BYD SEAL U DM-i á öðrum ársfjórðungi 2024 og gefst þá bílkaupendum tækifæri til að kynnast þeim mörgu kostum sem þessi nýstárlega tvinnaflrásartækni býr yfir. BYD telur að Super DM tæknin geti gefið breiðari bílkaupenda tækifæri til að vera þátttakendur í rafvæðingu samgangna nútímans og þannig geti tæknin orðið lykilatriði í orkuumskiptum.”
Michael Shu færði gestum einnig spennandi fréttir, ekki síst fyrir unnendur knattspyrnu. Fréttin er sú að BYD verður samstarfsaðili Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á sumri komanda.
„Það er okkur fagnaðarefni að greina frá því að BYD verður opinber samstarfsaðili Evrópumótsins í knattspyrnu 2024. Með því skapast samstarf milli hágæða knattspyrnu í Evrópu og hágæða vörumerkis nýorkubíla. Það sem evrópsk knattspyrnan og ný tækni BYD ökutækja eiga sameiginlegt er hágæða frammistaða. Við deilum líka sömu markmiðum þegar kemur að sjálfbærni og umhverfisvænni framtíð. Samstarfið við Knattspyrnusamband Evrópu mun styrkja enn frekar vitund um BYD vörumerkið í Evrópu og út um allan heim.“
Sala á BYD nýorkubílum á ársgrundvelli fór yfir 3 milljónir bíla á árinu 2023. BYD er því sem fyrr leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum og markmið um frekari sókn inn á nýja markaði eru samkvæmt áætlun. Allt frá því kynnt voru áform um innkomu á evrópska fólksbílamarkaðinn í september 2022 hefur BYD markaðssett með samstarfsaðilum fjölda nýorkubíla með undrahröðum hætti til alls 19 landa í Evrópu, þar á meðal til Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Noregs. Enn fremur hafa verið opnuð alls 250 umboð í álfunni þar sem í boði er þjónusta á hæsta gæðastigi og fjölbreytt úrval ökutækja fyrir bílkaupendur í Evrópu. Til framtíðar litið mun BYD mæta þörfum umhverfissinnaðra bílkaupenda í Evrópu og á heimsvísu með tækninýjungum og hágæða framleiðslu sem mun liðka fyrir orkuskiptum í álfunni.