BYD EXPLORER NO.1 hefur lagt af stað í sögulega jómfrúarferð. BYD hefur keypt eigið flutningaskip til að styrkja dreifingu BYD bíla frá Asíu til Evrópu. Með því er BYD að stíga stórt skref inn í framtíðina með eigin skipaflutningum.
Þessi stefnumótandi fjárfesting markar mikilvægt skref fyrir BYD, með það að markmiði að styrkja viðveru sína á evrópskum markaði og halda áfram að skila sjálfbærum og nýstárlegum flutningslausnum. Explorer NO.1 mun gegna lykilhlutverki í hagræðingu aðfangakeðjunnar á alþjóðlegum markaði með takmarkaðan aðgang að ekjuskipum.
Skipið var formlega afhent í Yantai höfn í Shandong héraði 10. janúar og í dag er Explorer NO.1 hlaðinn og tilbúinn í jómfrúarferð sína. Með glæsilegri lengd upp á 200 metra, 38 metra breidd og flutningsgetu allt að 7.000 farartækja, er þetta skip mikilvægur áfangi fyrir BYD.
Grænni tími í sjóflutningum
Explorer NO.1 er ekki aðeins glæsilegt að stærð, heldur einnig í tækni. Skipi‘ er búið háþróaðri og umhverfisvænni tækni og leggur metnað sinn í sjálfbærni og minni umhverfisáhrif. Skipið er aðallega knúið fljótandi jarðgasi (LNG), en einnig hefðbundnu eldsneyti. Þetta dregur ekki aðeins úr umhverfisáhrifum heldur undirstrikar það brautryðjendahlutverk fyrirtækisins í notkun annars eldsneytis í siglingum. Einhver af nýju tækninni í skipinu hefur verið þróuð af BYD.
Sem hluti af framtíðarstefnu BYD ætlar félagið að stækka flota sinn með sjö skipum til viðbótar á næstu tveimur árum. Þessi skip verða einnig samþætt háþróaðri tækni BYD, þar á meðal orkugeymsla rafhlöður og bol rafala. BYD miðar ekki aðeins að því að dreifa skipunum fyrir eigin rekstur heldur er einnig opið fyrir samstarfi.
Þetta markar upphaf spennandi ferðalags fyrir BYD Explorer NO.1 og BYD hlakkar til að halda áfram að vera leiðandi í þróun sjálfbærra flutningslausna og siglingatækni.