Við brosum hringinn eftir fjölmenna BYD frumsýningarhelgi!

Við erum himinlifandi yfir því hversu margir komu til okkar á frumsýninguna um helgina til að skoða nýjustu BYD bílana okkar, það var stöðugur straumur af fólki alla helgina og á annað hundrað manns reynsluóku BYD SEAL 4×4, BYD DOLPHIN og BYD SEAL U yfir helgina. Það var gaman að sjá marga mismunandi hópa fólks sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þeir sem fóru í reynsluakstur voru mjög ánægðir með bílana, drægni,  gæði og gott verð var það sem langflestir töluðum um. Allir sem reynsluóku BYD yfir helgina fóru í lukkupottinn okkar, við munum draga úr þeim lukkupotti á þriðjudagsmorgun þann 7. maí. Haft verður samband beint við vinningshafana og tilkynnum einnig vinningshafa á samfélagsmiðlum BYD og VATT.

Það runnu um 1000 gómsætar SS pylsur ofan í sýningargesti um helgina. Börn og fullorðnir nutu þess líka að fá andlitsmálningu, blöðrudýr og Candy floss hjá okkur á sýningunni þannig að allir fóru brosandi frá okkur.

Við hvetjum alla þá sem komust ekki um helgina á sýninguna að koma til okkar til að skoða og reynsluaka nýjustu BYD þrennuna, við tökum vel á móti ykkur.

BYD SÝNING