BYD og Ayvens taka saman höndum um rafbílavæðingu Evrópu
BYD og Ayvens hafa gert með sér samkomulag sem skrifað var undir í höfuðstöðvum BYD í Shenzhen í Kína. Ayvens er í forystu á heimsvísu í lausnum á sjálfbærum samgöngum í heiminum. Samkomulagið felst í samstarfi BYD og Ayvens um vöxt í uppbyggingu á grænum lausnum fyrir bílaflota í Evrópu. Samkomulagið felur í sér að fyrirtækjum og einkaaðilum í Evrópu verður veitt aðgengi að fjölbreyttu úrvali BYD nýorkubíla.
Ayvens mun bjóða sérsniðnar flotalausnir rafknúinna ökutækja til stærri fyrirtækja í Evrópu sem og rekstrarleigu undir eigin vörumerki til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og einstaklinga með fullri þjónustu í gegnum sölunet BYD.
BYD, sem er leiðandi framleiðandi nýorkubíla í heiminum, hefur komist að samkomulagi við Ayvens, leiðandi aðila í heiminum á sviði sjálfbærra samgangna. Skrifað var undir samkomulagið í alþjóðlegum höfuðstöðvum BYD í Shenzhen í Kína 2. júlí 2024. Það felur í sér að þessi tvö þekktu vörumerki leiða saman hesta sína til að styðja við útbreiðslu á fólksbílum og minni atvinnubílum sem byggja á nýorkulausnum til fyrirtækja og smásöluaðila í Evrópu.
Tim Albertsen, forstjóri Ayvens, og Stella Li, framkvæmdastjóri BYD, skrifuðu undir samkomulagið að viðstöddum in Wang Chuanfu, stjórnarformanni BYD og öðrum fulltrúum frá báðum fyrirtækjum.
Samkomulagið felur í sér að BYD mun starfa með Ayvens að því að veita fyrirtækjum í Evrópu aðgengi að fjölbreyttu úrvali ökutækja í mörgum stærðarflokkum sem byggja á nýorkulausnum.
Viðskiptavinir Ayvens í Evrópu munu njóta góðs af sérsniðnum flotalausnum fyrir rafbíla, allt frá ráðgjafaþjónustu og rekstrarleigusamningum til hleðsluþjónustu frá upphafi til loka samnings. Á fyrsta árinu sem samkomulagið nær til áætla Ayvens og BYD að yfir 30 fyrirtæki í Evrópu muni njóta þjónustunnar sem sinna mun þörfum þeirra fyrir rafknúnar bílaflotalausnir.
Ayvens mun einnig bjóða rekstrarleigu undir eigin vörumerki með fullri þjónustu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem og einstaklinga í gegnum sölunet BYD í Evrópu. Í fyrstu verður rekstrarleiguþjónustan í boði í Frakklandi, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg en frekari útvíkkun á þeirra þjónustu er áætluð á fleiri mörkuðum í Evrópu.
Ayvens og BYD munu með virku samstarfi kanna fleiri tækifæri innan smásölu, þróa enn frekar vörumerkjaútfærslur í samstarfi innan rekstrarleigu í því skyni að byggja undir umskipti yfir í rafknúnar samgöngur í Evrópu.
Einnig verður aukið samstarf með þjálfunaráætlunum og frumkvæði í þekkingarmiðlun sem miðar að því að skapa menningu stöðugra umbóta og nýsköpunar á sviði nýorkubíla og rafhlöðutækni.
Við undirritun samkomulagsins lét Wang Chuanfu, stjórnarformaður BYD, þessi orð falla: „Nýsköpun og samstarf eru lykilþættir í framvindu orkuskipta á alþjóðagrundvelli yfir í nýorkubíla. Samstarf okkar og Ayvens endurspeglar sameiginlega sýn okkar um að hraða þeirri þróun sem er á markaði fyrir nýorkubíla í Evrópu. Saman bjóðum við upp á fjölbreytta, aðgengilega og aðlaðandi vöru sem byggir á brautryðjendastarfi og nýsköpun sem stuðlar að framförum og framþróun í vistvænum bílaflotum á rekstrarleiguformi. Á heimsvísu hefur nýsköpun BYD á sviði sjálfbærrar tækni sem hluta af samgöngum framtíðar og með einstakri aksturupplifun á rafbílum, gert okkur kleift að uppfylla markmið okkar um að draga úr kolefnislosun.“
Tim Albertsen, forstjóri Ayvens bætti síðan við: „Við deilum þeirri sameiginlegu skuldbindingu með BYD að stuðla að samgöngum með minni kolefnislosun í þágu sjálfbærari heims. BYD er augljóslega í fararbroddi í þróun nýorkubíla og við fögnum því að taka höndum saman með þeim til að auka framboð á rafknúnum ökutækjum í Evrópu auk þess að vinna saman að frekari nýsköpun á sviði rafbíla og rafhlöðutækni.“
BYD er leiðandi framleiðandi í heiminum á ökutækjum með nýorkulausnum og með yfir 29 ára reynslu í þróun rafhlaðna. BYD er enn fremur leiðandi í nýsköpun á sviði sjálfbærrar tækni á heimsvísu. Vistvænar lausnir BYD hafa gert fyrirtækið að lykilaðila á sviði orkuskipta með tímamóta nýjungum eins og til dæmis Blade rafhlöðunni og Super DM tækninni. BYD hefur þegar sett á markað í Evrópu sjö nýjar gerðir frá C-stærðarflokki allt upp í E-stærðarflokk, þar á meðal BYD TANG, BYD HAN, BYD ATTO 3, BYD DOLPHIN, BYD SEAL, BYD SEAL U og BYD SEAL U DM-i. Þetta fjölbreytta úrval bíla, þar á meðal hlaðbakar, fólksbílar og sportjeppar, koma til móts við fjölbreyttar kröfur evrópskra viðskiptavina. Á heimsvísu hafa selst nærri samtals 8 milljónir BYD nýorkubíla.